Þegar eitthvað annað en dópistar mæta er löggan fljót að hreinsa út!

Orð og útskýringar Snorra Freys Hilmarssonar formanns Torfusamtakanna voru greinargóðar á því hvernig ferill hnignunar hefur fengið að viðgangast í miðborginni með ötulum stuðningi skipulagsyfirvalda og lögreglu.

Það er til mikils vannsa.


mbl.is Vilja bjarga Skuggahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur bara ekki í fréttum þegar verið er að reka fíklana út úr húsunum. Þeir eru líka ekki að kveikja sér varðeld fyrir utan húsin og grobba sig í fréttum yfir að löggan þori ekki í þá. Lögreglan verður að viðhalda einhverjum trúverðugleika

Gunnar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Gunnar

 Ég geri ráð fyrir að það sé ekki auðvelt að sinna starfi lögreglunnar en......... Eins og kom fram í viðtalinu við Snorra hafa eignahaldsaðilar húsanna sem þeir keyptu til að hægt væri að réttlæta niðurrif þeirra vegna grotnunnar húsanna notað þá aðferð að opna húsin fyrir ógæfufólki sem vitað er að ekki hefur burði til að halda umhverfi sínu í góðu ástandi vegna fíkninnar.

Aðgerðir lögreglu við Vatnsstíg 4 eru því mótsagnakenndar. Aðferðir eigendanna eru siðlausar og almenningsrýmin í borginni þjást fyrir það.

Anna Karlsdóttir, 18.4.2009 kl. 12:20

3 Smámynd: Torfusamtökin

Það er rétt að lögreglan hefur margoft haft afskipti af ógæfufólki.  Þeir sem hafa búið nálægt einhverjum af þessum grenjum hafa þó þurft að leggja mikið á sig að vekja athygli á þessu, oft daglegar símhringingar.  Síðan bregður svo að þegar löggan er spurð í fjölmiðlum um tiltekin hús kemur hún af fjöllum og segist ekki þekkja til að þetta eða hitt húsið hafi verið dópgreni.  Þarna skortir á einhverjar vinnulagsreglur.

 Ég er sammála Önnu um að það er ekki alltaf auðvelt að vera Lögga, hins vegar er þessi aðgerð ekki í neinu samræmi við tilefnið og Lögreglan var valdur að miklu meiri skaða en sjálft hústökufólkið.  

Torfusamtökin , 18.4.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband