Hver er höfundur kortsins?

Hvernig væri nú að gefa upp höfundinn á kortinu. Þetta er frábært framtak, lofar góðu.

Ég er hæstánægð með svona nýsköpun í ferðaþjónustu sem í raun glæðir landslagið öðrum víddum þegar að gestir og gangandi fara um það. 

Mér finnst einmitt athyglisvert hvað svona hugsun er skammt á veg komin hér á landi og ekki er ferðamálastofa eða önnur ferðamálayfirvöld að styðja við eða hampa svona starfsemi þrátt fyrir að ferðamálastjóri hafi haldið öðru fram á opinberum vettvangi. 

Til marks um það er norrænt nýsköpunarþing í ferðaþjónustu sem haldið verður vestur á Ísafirði í lok mánaðarins. Þar eru yfirmenn ferðamálayfirvalda og sveitarfélaga ásamt háttvirtum forstjóra Impru nýsköpunarmiðstöðvar. 

Að mínu viti hefur ekki verið haft samband við neinn sem að hefur verulega þekkingu á nýsköpun í ferðaþjónustu og tel ég það nokkuð frumlega nálgun hjá ferðamálayfirvöldum.

Það böggaði mig heilmikið að ekkert samráð var haft við okkur úr menntageiranum eða aðra sem eru með sérþekkingu á sviðinu, við sem erum að útunga ferðamálafræðingum í tugum út í íslenskt atvinnulíf á ári hverju. 

Ferðamálayfirvöld hafa lítinn áhuga á grasrótinni ef að það eru nær einungis forstjórar og sveitarstjórar sem eiga að vera með yfirklór um nýsköpun í ferðaþjónustu.

Það er einmitt áhugavert að Impra nýsköpunarmiðstöð hefur engan aðila á sínum snærum sem hefur djúpstæða þekkingu á ferðamálum en mér sýnist einmitt núverandi ráðherra ferðamála vera mest ummunað að leggja niður þekkingu í byggðamálum og færa vinnuafl til þaðan til að sýnast í nýsköpun ferðamála. Gangi þeim vel með það!

Jarðvegstenging er af hinu góða þegar kemur að nýsköpun! Og kortið þetta er gott dæmi um slíka jarðvegstengingu.

 


mbl.is Nýtt örnefnaskilti afhjúpað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna,
og þakka áhuga á efninu.
Höfundur kortanna hefur jafnan haldið sig til hlés og talið upplýsingarnar vera aðalatriðið sem og hið mikilvæga frumkvæði bæjaryfirvalda í Grindavík og Saltfisksetursins til að varðveita söguna, örnefni og náttúruminjar í sveitarfélaginu. 
Gögnin byggja á uppsöfnupum fróðleik frá öldum Grindvíkingum um langa tíð, fólki sem hefur upplifað umbreytingu samfélagsins frá forsögu til nútíðar.
Vonandi munu íbúar Grindavíkur og gestir þeirra njóta undirbúningsvinnunnar til lengri tíma.
(Ef grannt er skoða má sjá upphafsstafi höfundar á uppdráttunum).

omar armannsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir þetta Ómar - ég skoða upphafsstafi huldumannsins.

Anna Karlsdóttir, 18.4.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband