Hver á rétt og hver á kröfu?

Ég er stuðningsmanneskja hústökunnar á Vatnsstíg 7 vegna þess að húsið hefur ekki verið í notkun um hríð og því ágætis vettvangur fyrir ungt fólk sem vill vekja athygli á manngildi ofar auðgildi.

Eigendur hússins sem virðist nú allt í einu ummunað að gera eitthvað í húsinu (skemmtileg tilviljun það) hafa beitt lögregluyfirvöldum fyrir hesta sína til að rýma húsið. Það er svo sem ekkert að því að eigendur vilji hafa afnotarétt af húsi sínu en væri þá ekki eðlileg krafa að þeir sýndu og sönnuðu að þeir ætla sér eitthvað uppbyggilegt (verslunarmiðstöðvabygging er ansi óraunhæf krafa eins og stendur) í húsinu.

Ég treysti satt best að segja unga fólkinu betur til að hlúa að starfsemi þar og eðlilegri notkun þess en eigendunum sem hafa vanrækt bygginguna fram að þessu.

En hver á rétt og hver á kröfu?

Geta skipulagsyfirvöld krafist þess að eigendurnir nýti húsið, sýni fram á einlægan ásetning um að hlúa að byggð eða þurfa þau ef til vill að styðja við bakið á þeim til niðurrifs?

Ég styð almennt ekki ólöglega starfsemi en finnst margur formlega löglegur gjörningurinn að undanförnu hafa markast af mannfjandssemi og græðgi og raunin er að húsið stóð tómt, var ekki í notkun.   Ég sé ekki hvernig að niðurrifsáform styðja við samfélagið í miðborginni á nokkurn hátt.

Hvort er eðlilegra að glæða húsnæði lífi eða að vanrækja það til þess eins að réttlæta niðurrif?

Eru eigendur hússins eðlilegasti/nærtækasti nýtingaraðilinn þegar að þeir hirða ekki um húseign sína fyrr en vakin er athygli á vanrækslu hennar með hústöku?

 


mbl.is Vilja ekki víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neopúritaninn

Lætur mig máski vita þegar þú ferð í sumarfrí.  Mig vantar einhvern stað til að vera á þegar ég kem heim í sumar.  Þar sem þú hyggst ekki nýta þér húsnæðið þá ætti ég að hafa allan rétt á því að gera það.

Neopúritaninn, 14.4.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Heyrðu Neopúritani það er ágætis hugmynd ef þú tekur að þér að passa köttinn og fiskana á meðan, vökva blómin og halda húsnæðinu í góðu standi. Ég er einmitt vön svoleiðis húsnæðisskiptum í fríum, mjög góð hugmynd sem einmitt tryggir að maður fer vel með. Þú átt þá væntanlega húsnæði sem ég get flutt inn í - þá getum við skipst á.

Anna Karlsdóttir, 14.4.2009 kl. 17:09

3 identicon

Jahá, það er bara aktúalt til fólk sem heldur því fram að fasteignabrask sem gengur út á að eyðileggja mannvirki til að fá sínu fram er það sama og að vera ábúandi. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Ætli það séu ekki líka einhverjir ruglukollar þarna úti sem halda að fjármálabraskið hérna hafi bara verið eðlileg ávöxtun á sparireikningi.

Annars burt séð frá geðsýki annars fólks, mín geðsýki segir mér að hinn háheilagi eignarréttur sé úrelt hugtak eitt og sér. Gott og gillt til síns brúks hér á öldum áður en með þróun samfélagsins held ég að hann verði að taka mið af einhverskonar nytjarétti. Maður getur bara vonað, og vonað svo enn frekar að fólk sem virðist ekki hafa snefill af almennri skynsemi *hóst* fái ekki að útfæra þær reglur.

Askur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Einkaeignarrétturinn er býsna sterkur í okkar samfélagsgerð, hefur verið það til þessa að minnsta kosti. Ég hef ekki kynnt mér réttindi leigjenda gagnvart eigendum en veit þó að á Norðurlöndum hefur einmitt verið girt fyrir spekúlasjón á húsnæði upp að vissu marki með svokallaðri búsetuskyldu. Það er ef að þú nýtir ekki húsnæði sem þú hefur keypt til að búa í sé húsnæðið skilgreint sem bústaður þá hafa til þess bær yfirvöld (sveitarfélagið) rétt á að ráðstafa húsnæðinu til þeirra sem geta nýtt sér það.

Anna Karlsdóttir, 14.4.2009 kl. 17:51

5 Smámynd: fingurbjorg

Er það bara vitleysa í mér en hafa bloggarar mbl mjög brenglað tímaskin?  Ár alltíeinu það sama og vika!? Og jafnvel nokkur ár! Kann fólk ekki muninn á dögum, vikum mánuðum og árum? og ha... bíddu nú við hvaðan kemmur þetta tal um frí? Eru eigendur þessara húsa allir í fríi? Kanski flúnir til spánar ha? og svo líka allgerlega tómt og yfirgefið hús litið sömu augum og hús fullt af húsgögnum og fjölskilda í fullum gangi að sinna sínu lífi og tilveru í litla kotinu sínu.  Já ég er sammála því að eignarrétturinn er genginn of langt, að mínu mati er mannréttindi framar eignarrétti! og þegar þessi gráðugu svín eru farin að safna húsum einsog frímerkjum til þess eins að loka þeim og skemma að þá ætti einhver að sparka í rassinn á þeim og segja "hingað og ekki lengra".

fingurbjorg, 14.4.2009 kl. 17:54

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er sammála því að umfang fasteignabrasks í miðborginni (eða kannski öllu heldur mótívið á bakvið braskið) hlýtur að hrista upp í yfirvöldum að reyna að uppræta það með einhverjum hætti - vonandi uppbyggilegum hætti og án ofurprísa og þvingana frá hendi eigendanna eins og áður hafa sést dæmi um í borginni. það er ekki eins og að framboð á íbúum og verslunarrekstraraðilum sé umfram eftirspurn á þessu svæði - ekki miðað við tóm kotin á laugaveginum að minnsta kosti.

Anna Karlsdóttir, 14.4.2009 kl. 18:01

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Eða það mætti umorða þetta og segja - framboð á húsnæði við laugaveginn og nálægar verslunargötur er umfram eftirspurn eins og stendur..það vantar því augljóslega enga verslunarmiðstöð á Vatnsstíginn eins og góðri bloggkonu varð að orði í dag.

Anna Karlsdóttir, 14.4.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband