Skemmdarstarfsemi pörupilta lögreglunnar

Mér finnst ótrúlegt að horfa upp á skemmdarverk fulltrúa opinberra yfirvalda (lögreglumennirnir) og finnst þeir heldur lítið uppbyggileg fyrirmynd fyrir yngri kynslóðir þessa lands. Fantaskapur og niðurbrot, mölvun og annað er ekki til fyrirmyndar jafnvel þó það hugnist greinilega eiganda hússins eins og fram kom í myndskeiðinu.

Ég ber minni virðingu fyrir laganna vörðum fyrir vikið.

Fékk mig til að spyrja hvort er skárra skemmdarverk opinberra aðila (fulltrúa þeirra) eða einkaaðila? Eða eru skemmdarverk kannski jafn slæm hver svo sem á í hlut?


mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

?!?!?

Er ekki í lagi ?

Lögin standa með eigendum húsana, sem og með lögreglunni?

Þetta lið átti ekkert erindi með að vera þarna, og hafði fengið viðvörun um að hafa sig á brott tímanlega fyrir aðgerðir. Lögbrot er lögbrot sama hvernig þú lítur á það, og hvað með það þótt að lögreglan mölvi rúður þarna, það á enginn að búa þarna í nánustu framtíð, og þessi hús verða rifin á endanum.

Ólafur N. Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Lögin kveða ekki á um að skemma eigi eignir!!!

Anna Karlsdóttir, 15.4.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

tjah, það væri nú óskandi að lögreglan hefði svona snör handtök gagnvart þeim sem keyrðu landið í klessu með tilheyrandi mútum og þingmannakaupum ;)

Davíð S. Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já ég varð aðeins hugsi Davíð S. þegar að Ástþór (friður 2000 og nú fyrir lýðræðishreyfinguna) tjáði sig um það (á borgarafundi Reykjavíkur Norður í sjónvarpinu í gærkvöldi) að ástæða þess að ekkert hefði verið gert í að handsama athafnaskáldin sem hér keyrðu efnahagnum í strand væri m.a vegna náinna fjárhagstengsla milli þeirra og flokkanna. Þar rataðist honum satt orð í munn væntanlega. Uppburðarleysið gagnvart "stórfenglegum" glæpamönnum er algjört á meðan að ráðist er á "aumingjalega" unglinga sem reyna að gera gott úr fáránlegum aðstæðum.

Anna Karlsdóttir, 15.4.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir þetta sjóveikur. Gaman að heyra sönginn Icelandic fury!

Anna Karlsdóttir, 15.4.2009 kl. 23:15

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

a

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband