19.2.2009 | 13:05
Margur er knár þó hann sé smár!
Ansi er hún rösk hún Katrín..margur er knár þó hann sé smár. Það þýðir ekkert annað en að ganga í verkin. Katrín hefur sýnt það þessa örfáu daga sem hún hefur fengið að spreyta sig.
Vill listaverk bankanna í ríkiseigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað er smátt við Katrínu Jakobsdóttur?
Sigurbjörn Sveinsson, 19.2.2009 kl. 13:21
Það er ekkert smátt við Katrínu Jakobsdóttur. Hún er mikill og stór persónuleiki, hamhleypa til verka og ofurmenni í ráðherraembætti miðað við allt sem við áður þekktum í þeim efnum. Áfram Katrín!
corvus corax, 19.2.2009 kl. 13:47
Sælir fugl og Sigurbjörn
Takk fyrir innlitið. Af hverju gangið þið útfrá að vera smár sé neikvætt. Í þessu tilfelli er um hrós að ræða þar eð Katrín hefur hvorki verið á þingi í 25 ár eins og sumir (og reynsla hennar í ráðherraembætti er því smá miðað við marga aðra) og svo er hún ekki mjög há í loftinu. En engin sagði að hún væri smásál - það er eitthvað allt annað.
Anna Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 18:35
Góður vinur minn sagði eitt sinn að það skipti meira máli að ná niður en upp. Það á vel við í þessu tilfelli.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.2.2009 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.