Martraðir markaðshyggjunnar

Ég horfði á upptökur af verkakonum í Póllandi reitandi lifandi gæsir í fréttatímanum á sænska ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag. Ég 

Ég hef síðan reglulega haft martraðir yfir hljóðunum sem bárust frá gæsunum á meðan að fólkið reif í fiðrið og reitti þær lifandi. Skuggahliðar markaðshyggjunnar í alþjóðaviðskiptum eru því miður margar og stundum lítt til þess fallnar að efla með manni trú á frjálst alþjóðavætt hagkerfi.

Marx gamli hafði rétt í því þegar hann ályktaði að með aðskilnaði heimilis og framleiðslu hefði innsýn almennings í framleiðsluhætti rofnað. Úthýstar framleiðslueiningar alþjóðasamsteypa oft ýkt dæmi um slíkt. Þar eru því miður oft kjöraðstæður fyrir grunsamlega framleiðsluhætti þar sem ýmsum misbrengluðum aðferðum er beitt til að ná fram aukinni arðsemi fjármagnseigenda. Um það eru ótal dæmi allt frá barnaþrælkun til misþyrmingar á dýrum. 

Vinsælar gæludýrabrúður voru til að mynda búnar til úr hundshárum af hundum sem höfðu verið píndir, þjakaðir og limlestir og var upplýst um í sjónvarpsþætti sem allavega hélt fyrir mér vöku nokkrar nætur fyrir nokkrum árum. Sem betur fer hafa ýmis dýraverndarsamtök vakið athygli á misbrestum sem þessum og sjónvarpsstöðvar hafa tekið til sýningar. Svíar eru þjóða samviskusamastir í að standa sig á þessu sviði og því hlýtur fólk þar að vera mjög miður sín þegar að flaggskip fyrirtækja er oftsinnis tekið í því að beita ógeðfelldum aðferðum í framleiðslu vara sinna.

IKEA er að verða tákn fyrir víðsjárverða viðskiptahætti svipað og NIKE var á tíunda áratugnum. Svei því.


mbl.is Ikea notar dún af lifandi fuglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Sæl, þessi dæmi eru sjálfsagt mörg sem þú lýsir, má þar nefna aðfarir frakka við að búa til anda og fugla pate. Þess má geta slík pate er hægt að nálgast hér, og enginn gerir athugasemd við það. Ég er samt ekki viss um að þessar aðfarir sem þú lysir, séu algengar eða alment notaðar í Póllandi. Pólverjar eru flestir kaþólskari en páfinn og vandir að virðingu sinni.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 9.2.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Verum ekki of viss um það. Það kann að vera freistandi að halda að svona mundi aldrei viðgangast í Evrópu, en það nægir að skoða svínaeldi til að sjá hið gagnstæða.

Vésteinn Valgarðsson, 9.2.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sigfús - þetta var ekki aðför að pólverjum heldur fremur að framleiðsluaðferðunum hvar svo sem þær eiga sér stað. Ég borða helst ekki anda- eða gæsapaté nema vita hvernig það er framleitt.  Sem betur fer hefur dýravelferðarmálum verið sinnt í pólitískri orðræðu þó að praxis í eftirliti hafi oft svikið. Sammála Vésteinn, stundum er hægt að spyrja sig hvaða ýravelferðarmálum er sinnt af mjög iðnvæddum búgriparæktunarbýlum í Evrópu og ekki síst þegar að bílferðir á sláturhús taka fleiri daga til að ná sem mestum styrkjum útúr kerfinu. Það er ekki dýravelferð.

Anna Karlsdóttir, 10.2.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband