Ljós í myrkrinu

ég veit að á þessum síðustu og verstu tímum er þessi yfirskrift orðið ofnotuð en get ekki varist að nota hana þar eð vetrarhátíð er afurð duglegs fólks hjá Reykjavíkurborg sem ég nú ætla að nota tækifærið til að hrósa. Þar ber auðvitað hæst Sif Gunnarsdóttir hjá höfuðborgarstofu sem undanfarin ár ásamt samstarfsfólki hefur borið hitann og þungann af hátíð sem er ljós í myrkrinu miðað við árstíma. Ég hef stundum getað lagt mín lóð á vogarskálarnar til að virkja nemendur úr HÍ til að vera með og aðstoða en svo ber ekki við í ár. Þessi hátíð er mikilvæg fyrir borgarbúa. Hún er funaboðskapur í frostinu og gerir veturlagða borg að upplifanahöll á nokkrum dögum. Á undanförnum árum hefur hátíðin Food and Fun farið saman við hátíðina sem hefur ennfremur blásið lífi í upplifanaþyrsta borgarbúa - kveikt vitin á fleiri sviðum en einu. Ég veit raunar ekki hvernig því er háttað í ár en er glöð og stolt yfir að ekki hefur verið sljákkað á metnaðinum hvað vetrarhátíðina varðar þó illa ári.

Ég ætla að mæta á grænlensku reggí popp sveitina enda örugglega einn fárra íslendinga sem met grænlenska músík mikils. Vei fyrir vetrarhátíð. Mætum öll og lyftum okkur uppúr skammdeginu.


mbl.is Dagskrá Vetrarhátíðar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband