27.1.2009 | 12:42
Fækkun ráðuneyta og útgöngubann í borginni!
Já nú byrja fjölmiðlar að spá í spilin um skipanir á stóla og tilhögun nýrrar minnihlutastjórnar. Ég tel afar skynsamlegt að fækka ráðuneytum eitthvað. Það er auðvitað spurning hver það verða. Ég giska á að Katrín Jakobsdóttir verði menntamálaráðherra og að Össur verði utanríkisráðherra. Ég gæti trúað að Steingrímur J. Sigfússon verði fjármálaráðherra. Annars er betra að vera ekki að spá of mikið í spilin á meðan þau eru svona óræð.
Annars er margt að gerast í pólitíkinni á meðan að almenningur horfir blindaður á hinar stórpólitísku útlínur. Þeir sem hafa áhuga á að líta sér nær ættu að skoða heimasíðu samtakanna um bíllausan lífsstíl.
Þar hafa ákvarðanir um framtíð strætó í för með sér, að því er virðist, útgöngubann í borginni!
Hittast kl. 14 í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fáðu þér flottan bol gegn Íhaldinu. Sjá nánar á síðunni hreinsamviska.blog.is
hreinsamviska, 27.1.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.