26.1.2009 | 13:52
Stjórnasamstarf rofið - hvert er framhaldið?
Ein megin rök Geirs Haarde fráfarandi forsetisráðherra hníga að því að samfylkingin sé í tætlum og því hafi áframhaldandi samstarf flokkana tveggja í ríkisstjórn verið ógerleg. Hann minnist ekki á þjóðina í því sambandi eða traust almennings til fráfarandi stjórnar. Ingibjörg hefur áttað sig og er maður að meiri að sjá það þó seint sé enda hún auðvitað búin að vera löglega afsökuð undanfarið þótt mikið hafi á henni mætt samt. Geir reynir að hylma yfir átök innan eigin flokks um svo fjölda mörg mikilvæg málefni á undanförnum vikum.
Aftur er hægt að spyrja sig - afhverju í ósköpunum sprakk stjórnin á því að formaður flokks sjálfstæðismanna vildi ekki eiga þátt í að víkja seðlabankastjórum? Hvað hafa þeir á hann sem gerir Geir svona máttvana?
Var hinn raunverulegi forsetisráðherra í stjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar - kannski Davíð? Það er ekki fulltrúalýðræði. Það er einhver beygja á öllum viðteknum reglum og sáttmálum um tilhögun stjórnar lýðveldisins.
Ég styð að forseti Íslands veiti sitjandi ríkisstjórn lausn og að uppbyggileg bráðabirgðastjórn fram til kosninga (sem sumir segja að eigi að flytja dagssetningu fyrr) verði til í sem víðtækustu samstarfi flokka á þinginu til að tryggja þjóðarsátt.....og með Jóhönnu Sigurðardóttur sem höfuð.
Hvernig væri nú að fá loks óragan kven- forsætisráðherra sem ekki er hrædd við að taka til hendinni.
Þurfum öfluga starfsstjórn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Davíð situr enn óhaggaður í Seðlabankanum. Byltingunni er ekki lokið!
Vilhjálm Bjarnason í Fjármálaeftirlitið og Jóhannes Björn Lúðvíksson í Seðlabankann!
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.