27.11.2008 | 18:09
Við vinnum og vinnum og vinnum
Við háskólamúsir vinnum hörðum höndum dag út og dag inn. Tíminn sem nú fer í hönd er annatími bæði nemenda og kennara við Háskóla Íslands. Nemendur fara í lestrarfrí, kennarar undirbúa næsta misseri. Það eru því ekki huggulegar aðventustundir og jólabakstur sem að einkenna tímann framundan heldur annir sem vonandi verða huggulegri af því að sumir eru með kertaljós við skrifborð og piparkökur í skál.
Ég er með heimapróf í efnahagslífi og samfélagi í Asíu frá því á morgun og til hádegis á laugardag, en það eru engir sem hafa mótmælt að ráði. Haft var samráð við nemendur um það.
Prófatilhögun í heimaprófi er aðeins öðruvísi en í skriflegum prófum í gapandi sölum þar sem að nemendur sitja eins og síldir í tunnu hver á sínu borði og þreyja próf á takmörkuðum tíma með ekkert efni sér við hlið. Heimapróf eru ritgerðarpróf þar sem að tími gefst til umhugsunar um viðfangsefnið, þar sem að nemendur hafa námsefnið sér við hlið en það sem metið er, er þá ekki fyrst og fremst hæfni til að koma efni blindandi frá sér til skila á takmörkuðum tíma, heldur fremur greiningarhæfni á efninu, ritgerðatækni og geta til að flétta inn heimildum sem þegar hafa verið lesnar en nýtast í úrvinnslu og röksemdarfærslur. Svoleiðis próf eru kannski mest hentug þeim sem lengra eru komnir í sínu námi og hafa öðlast færni í að koma máli sínu á framfæri fléttað við fræðilegar pælingar og analýsu á viðfangsefni, blandað sjálfstæðri hugsun og ályktunarhæfni.
Þegar upp er staðið held ég að nemendur græði meira á því en páfagaukslærdómi á háskólastigi, þó það sé auðvitað púl á meðaná því stendur.
Engin skrifleg próf á laugardögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.