Mikið vatn hefur runnið til sjávar

Fjölbreytileiki í afþreyingu í borginni hefur aukist til muna á síðustu árum. Fyrir fimm árum hófum við hér við Háskóla Íslands að kenna námskeið sem að heitir Borgir og ferðamennska. Sumum þótti þetta námskeið svolítið framandi voru greinilega fastir í að hálendið væri órjúfanlegur þáttur ferðamennsku og að skrýtið væri að kenna svona sérhæft námskeið í ferðamálafræði. Á þeim árum sem að námskeiðið hefur verið kennt hefur rannsóknum erlendis sem og hérlendis á ýmsum víddum borgarferðamennsku fleygt fram.  Það er því gott að sjá að tölfræði um sýn ferðamanna á borgina er að þróast og verða reglulegri.

Ef ég man rétt var síðast gerð könnun meðal ferðamanna þá hinar hefðbundnu á vegum ferðamálaráðs/núverandi ferðamálastofu fyrir nokkrum árum síðan - en hún tekur til alls landsins og ekki sérstaklega til borgarinnar. Það er fagnaðarefni að Höfuðborgarstofa hafi ráðist í að framkvæma slíka könnun, þó hún taki einungis til flugfarþega sem koma inn í borgina. Það vantar að mörgu leyti meira af tölfræðilegu efni um sérstaka staði/þéttbýli og upplifun ferðamanna af þeim hér á Íslandi. Slíkar upplýsingar eru að litlu leyti aðgengilegar einnig.

Rögnvaldur Guðmundsson hefur unnið þetta fyrir Höfuðborgarstofu. Hann er flugfær í kannanavinnu og því geri ég fastlega ráð fyrir að hér sé um vandað verk að ræða.

 


mbl.is Gestir Reykjavíkur aldrei ánægðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband