Loksins taka aðilar vinnumarkaðarins við sér!

Norsk vinkona og samstarfskona furðaði sig á að aðilar vinnumarkaðarins og hagsmunasamtök fólks af ýmsu tagi í landinu væri svona lítið sýnilegt í iðu mótmæla fólks á Austurvelli undanfarna laugardag. Hún sagði það mjög frábrugðið sínu landi en þar væru samtök atvinnulífsins fljót að raða sér upp og taka afstöðu með sínum félagsmönnum. Þannig væru samtökin alltaf sterkur frontur gagnvart stjórnvöldum á hverjum tíma, ólíkt þeim íslensku. Þegar ég fór að hugsa til hinna Norðurlandanna er hið  sama uppi á teningnum. Það skyldi þó aldrei vera að niðurstöður Herdísar Baldvinsdóttur fornvinkonu minnar sem skrifaði doktorsritgerð um ASÍ og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu fremur gengið erinda atvinnurekenda en sinna félagsmanna, væri rétt.

Loksins eru allavega ein samtök, mín samtök BHM farin að láta í sér heyra.

Svo getur maður auðvitað spurt sig í kjölfarið hvað það eru ótrúlega fáir hagfræðimenntaðir Íslendingar sem virðast kunna annað en nýklassískar kennisetningar úr fræðunum. Þeir hafa greinilega verið forritaðir svolítið einhæft þar sem þeir hafa lært. Kennigrunnur og þekkingargrunnur hagfræðinga er mun meiri og breiðari ef þeir hafa orienterað sig víðar í fræðunum.

Er t.d einhver þeirra (og þá eru Þorvaldur Gylfason og Lilja Mósesdóttir undanþegin spurningunni)sem hefur heyrt um að opinberar framkvæmdir minnki áfall við samdrátt og vítahring verðhjöðnunnar í hagkerfinu? Hafa þessar mannvitsbrekkur ef til vill einungis lesið Hayek, Friedmann ofl. sem hníga að sama stafni? 

Keynes var kennismiður kenningar um inngrip hins opinbera á slíkum tímum til að halda uppi eftirspurn á  vinnumarkaði og koma í veg fyrir algjört hrun í velferð á tímum samdráttar en aðgerðastefna kennd við hann gekk ágætlega við stríðslok og fram á áttunda áratug síðustu aldar og ætti að geta átt við í núverandi tíðarfari (ef ekki væru fyrir skilyrði IMF! Eða hverra eru skilyrðin?) 


mbl.is BHM: Stjórnvöld hvött til að standa vörð um velferðarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er svoooo ánægð með skrif þín Anna mín. Finnst svo margt gott sem að þú bendir á. Hef auðvitað alltaf vitað hvað þú ert klár og dugleg kona Er bara löt að kvitta.

Knús Selja 

Sesselja (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sömuleiðis knús á þig Selja mín.

Anna Karlsdóttir, 25.11.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband