7.11.2008 | 12:57
Grundvöllur frekari Evrópusamruna er að bresta
Samstaða milli ríkja er auðveldari þegar að vel árar en illa eins og ein laglína Pink Floyd hljómaði á The Wall plötunni. Together we stand - divided we fall.
Í dag hittast leiðtogar ESB ríkjanna á krísufundi í Brussel til að reyna að vinna að samræmdri áætlun. Samkvæmt Information eru líkur til að það takist afar litlar eins og heimsmálum er háttað í augnablikinu. Í greininni er ennfremur greint frá því að Zarkosy sé nær eini þjóðhöfðinginn sem að sé að reyna eitthvað í augnablikinu.
Þjóðirnar hafa ekki enn viljað ganga að samningum um 11 punkta plan sem hann hefur reynt að setja fram með samræmdar aðgerðir í huga.
Grikkir og Írar hafa þegar farið aðra leið og svo virðist einnig sem brestur sé á trausti Angela Merkel og Gordon Brown til Zarkosy og tilrauna hans til að þétta Evrópu saman í aðgerðum. Þau telja að umfang málsins sé svo stórt að það þurfi að grípa til aðgerða í fjármálakerfi heimsins.
Það merkasta í þessari framvindu er auðvitað að Evrópusamruninn stendur á krossgötum og er til prófs. Mun samstaðan splundrast og myntsamstarfið leysast upp í kjölfarið? Mun ESB löndunum takast að halda saman á vígvelli fjármálakreppunnar? Það mun sagan leiða í ljós.
Eins og skrifað er í Information
"Nicolas Sarkozy var endnu mere direkte. Den hyperaktive franskmand gjorde sig til talsmand for en konkret pakke, der ligesom det lovforslag, der behandles i den amerikanske kongres, skulle sikre Europas bankvæsen. Men i går sagde han, at han var blevet "fejlciteret". Han havde fået kolde fødder. Det er nu, fællesskabet skal stå sin prøve. Det er formålet med EU at stå sammen i krisesituationer".
Hugmyndin um að viðskipti milli þjóða stuðli að friði er komin frá Þýska heimspekingnum Immanuel Kant og er að mörgu leyti hugmyndafræðilegur grunnur Evrópusamstarfsins sem þróaðist uppúr rústum stríðsátaka í Evrópu. Það var í sjálfu sér byltingarkennt á sínum tíma. Aukin Evrópusamruni og innri markaður með myntbandalagi átti enn frekar að tryggja friðsamleg viðskipti.
Það voru fræðin, eins og segir í greininni. En framvinda á síðastliðnum dögum bendir til að kenningarnar sé ekki hægt að sannreyna í alvörunni. Grundvöllur efnahagssamstarfs og efnahagssamruna (ESB) er samstaða. Og ef samstaðan er að bresta er grundvöllurinn að bresta.
Fram að 1930 var í gangi myntbandalag milli Belgíu, Frakklands og Sviss. Þar hét myntin Franki alveg fram að gjaldmiðilsskiptum í Evru. En þegar að heimskreppan skall á varð meira sundurlyndi og þessi þrjú lönd hættu við samstarfið vegna þess að þau höfðu nóg með sjálfa sig. Belgískur franki, Svissneskur franki og franskur franki var því arfleifð frá fyrra myntsamstarfi sem allir voru búnir að gleyma þegar að Evrusamstarfið var tekið upp nokkrum áratugum síðar.
Ætli við séum að sjá fram á að spádómur Pink Floyd verði að veruleika?
Together we stand. Divided we fall.
Hvað ætli þetta hafi í för með sér fyrir ESB þreifingar Íslendinga?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ESB á í mesta lagi tvö ár eftir.
Thee, 7.11.2008 kl. 13:19
heyrðu ertu enn í danmörku ???
lát mig heyra.
KærleiksLjós frá Steinu í Lejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.