6.11.2008 | 22:56
Rússum finnst íslenskt loftrými aðlaðandi
Það heldur áfram að maður nái helstu fréttum um aðstæður Íslands erlendis frá þessa dagana.
Norskur miðill segir frá því í dag að Íslensk yfirvöld hafi af því verulegar áhyggjur að rússneskar herþotur hafi flogið yfir Íslensku loftrými án leyfis 18 sínnum, já ég endurtek 18 sinnum á árinu.
Utanríkisráðuneyti og Dómsmálaráðuneyti vinna í því að fá svör við þessum ótrúlega freklegu heimsóknum. Norðmenn spekúlera í því hvort að baki liggji ósk um að fá aðgang að Íslandi í hernaðarlegum tilgangi en alkunna er að Rússar eru nú af fullu kappi að hervæðast, ætla að ná fyrri stórveldisstöðu gegnum herbrölt. Eins spyrða norðmenn heimsóknirnar við að Ísland sé óvarið bæði hernaðarlega og fjárhagslega um þessar mundir og því sérlega aðlaðandi.
Þetta er allt saman áhyggjuefni..án þess að maður geri of mikið úr þessu.
Rússar koma upp skammdrægum flugskeytum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.