3.11.2008 | 19:25
Að taka upp eða tengjast - tvö ólík mál
Fréttamaðurinn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir spurði norska utanríkisráðherrann Jonas Gahr Störe hvaða afstöðu norsk stjórnvöld hefðu til einhlýtrar upptöku norsku krónunnar. Jonas útskýrði sín sjónarmið og stjórnarinnar norsku á þann hátt að sameiginlegra hagsmuna varðandi viðskiptaflæði milli þjóðanna væri ekki fyrir að fara og því væru norsk stjórnvöld ekki hlynnt því að Islendingar tækju upp norska krónu. Í raun er þetta ekki spurning sem að komið er að þar eð tenging við norsku krónuna væri í öllu falli ákveðin byrjun á meðan að Jón Daníelson hagfræðingur hefur held ég á réttu að standa að því er varðar að aldrei hefur það verið gæfusamt skref að taka einhlýtt upp nýja mynt. Þetta eru því tvö ólík mál.
Mig langar að bæta því við hér að vinkona mín og fyrrum samstarfskona Bente Aasjord er búin að vera hér á Íslandi undanfarna daga að dekka ástandið fyrir norska alþýðusambandið þar sem hún vinnur nú sem samfélagsfræðikona. Hún er frá Norður Noregi (Nordland), nánar tiltekið Steigen sem er alveg ótrúlega fallegur staður innan við Lofoten skagann, en starfar semsé í Osló (bæði í fjarvinnu og nærvinnu). Hún hafði heyrt aðrar raddir en Jonas er talsmaður fyrir úr röðum þingmanna og ráðherra úr norska þinginu. Það er þó þannig að Norður Norðmenn eru sérstaklega hliðhollir Íslendingum enda sennilega þaðan sem forfeður okkar komu á sínum tíma. Ótrúlega lík menning og okkar.
Ég og hún erum búnar að ræða fram og tilbaka á milli þess sem hún hefur verið að taka viðtöl við ólíka íslenska stjórnmálamenn um ástand mála. Hún skilur ekki alveg afstöðu Jens Stoltenberg og því má auðvitað bæta við að þegar að hann var spurður stóð fjármálaráðherra Noregs flissandi við hliðina á honum. Það sem hefur gerst í Noregi er að umræða um Evrópuaðild Norðmanna hefur blossað upp í kjölfar fjármálahruns Íslands. Það er stjórnarflokkunum í hag, þar eð þeir eru hlynntir aðild Noregs að ESB, sem norska þjóðin hefur sagt nei við tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og flestir vita er mismunandi afstaða til þessa milli norðurs og suðurs. Norður Norðmenn eru ekki eins fylgjandi aðild og Suður Norðmenn.
Ástand Íslands er því stórpólitískt mál í Noregi þegar nánar er að gáð.
Norsk króna ekki í umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.