Neisti að nýsköpun og sjálfbærni orku

ESPON (European spatial planning organisation network) birti kort yfir framtíðarmöguleika Evrópuþjóðanna í að vera sjálfbær með orku í orkukreppunni. Eftir alla hrinu niðurbrjótandi frétta að undanförnu varð yfirlitið mér nokkur uppörvun. Sem betur fer er margt bjart í nýrri framtíðarsýn Íslands.

  Sjá Yfirlitskort

Mikil viðbrögð voru við grein Bjarkar Guðmundsdóttur í grein hennar "After financial meltdown, now it's smeltdown" í breska dagblaðinu Times.

Nú vinnur Neistahópurinn að því að koma á framfæri nýsköpunarfyrirtækjum í íslenskri flóru og er það vel. Ég styð þetta átak heilshugar.

Ég var stödd á borgarafundinum í Iðnó í gær og ég táraðist yfir þungri stemningu á þeim fundi. Margir eru örvæntingarfullir.

Ég skil örvæntingu fólks vel...en þá er líka gott að muna að hagkerfi er búið til af fólki. Það er algerlega manngerð tilhögun á skipulagi og dreifingu efnislegra gæða.

Bókin "alternative economic spaces" er því þarfaþing á þessum tímum til að minna okkur á að í nær öllum samfélögum hafa þróast mismunandi hagkerfi sem að gera jafnvel þeim sem sárt eiga að binda kleyft að líða betur og þrífast. Það er jafnvel ekki ýkja langt síðan að hér á Íslandi var í fullu gengi ákveðið gjafhagkerfi sem byggðist á að stórfjölskyldurnar og vinir og vandamenn studdu hvor aðra með ólíkum gjafaskiptum. Slík kerfi þrífast í nær öllum samfélögum en hafa þó verið á hröðu undanhaldi í velmegandi iðnríkjum á hæsta stigi neyslu. Þau hafa grafið undan sjálfsbjargarviðleitninni. En hana þarf að endurreisa hér.

Við kunnum jú öll eitthvað sem einhver annar getur haft hag af og öfugt, ekki satt!

Á Íslandi var reynt að koma upp peningalausu hagkerfi (LETS) sem þróað var í Norður Ameríku á eftir miðbik síðustu aldar. Það gekk aldrei sérlega vel hér í landi græðginnar en sums staðar alveg ágætlega til hliðar við hið formlega hagkerfi - og nú gæti verið lag.

LETS kerfi (Local exchange and trading systems) var byggt á gagkvæmum greiðum framleiðslu og þjónustu. Sumir sem að tóku þátt í hagkerfinu notuðu það til að öðlast kunnáttu eða færni á ákveðnum sviðum og skapa sér þannig stökkpall inn á hinn formlega vinnumarkað...en meira um það seinna.

Á næstu dögum ætla ég að skrifa um öðruvísi hagkerfi og vona að það geti orðið einhverjum uppspretta að hugmyndum um hvernig hægt er að haga lífi sínu líka á krepputímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband