21.10.2008 | 15:41
Ekki síður athyglisvert að lesa tíu ára grein nóbelsverðlaunahafans Krugman
Íslands syndrómið er auðvitað leið nafngift afþví að hún mun hugsanlega leita í hagfræðibækur framtíðar sem dæmi um mistök í hagstjórn. Mér finnst hinsvegar alveg jafn áhugavert að lesa tíu ára gamla grein hins nýverðlaunaða nóbelshagfræðings Paul Krugman um hvaða atferli fór af stað fyrir tíu árum síðan í fjármálakreppunni í Asíu. Þó að Krugman hafi stolið hagrænni landfræði, sérgrein innan landfræðinnar og kalli sinn fagkima í hagfræðinni landfræðilega hagfræði, þá er ekki upp á hann að klaga að hann er með meistaralega greiningu á ástandinu í Asíu fyrir tíu árum síðan - eitthvað sem kallast verulega á við nútímann á okkar breiddargráðum, verður að segjast.
Jæja, ég ætla að grúfa mig yfir gamlan doðrant úr vestri - hálfgerða biblíu úr námi mínu - The Capitalist Imperative - Territory, technology and Industrial Growth - og lesa nýjustu útgáfu Norsku hagstofunnar á The Economy of the North. Kannski rifja ég eitthvað upp sem ég var búin að gleyma - Því minni fólks er ekki óbrigðult, eins og núverandi og fyrrverandi fjármálakreppur eru óyggjandi dæmi um.
Íslands-heilkennið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Spákaupmennska þar sem væntingar til eilífs hagvaxtar firrtu fjármálafólk og já græðgi stjórnaði ferðinni.
Anna Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.