15.10.2008 | 12:37
Munu konur bjarga bankakerfinu?
Mér var send frétt úr Börsen í morgun sem hélt því fram að íslenskar konur sem að takmörkuðu leyti hefðu tekið þátt í uppblásinni montkeppni strákanna þyrftu að lyfta grettistaki til að taka til eftir strákana, en það myndu þær væntanlega gera. Ég finn til með þeim starfsmönnum sem að missa vinnuna engin spurning, því að okkar grunn atvinnuleysisbótakerfi getur engan veginn tekist á við fjöldaatvinnuleysi eins og nú er. Ég geri ráð fyrir að við þurfum að hugsa almannatryggingakerfið upp á nýtt og þar með tilhögun atvinnuleysisbóta.
bestu kveðjur úr Hólminum þar sem bæði er gott að vera, yndislegt veður og jákvætt og skemmtilegt fólk. Það er hreinlega minna stress hérna á landsbyggðinni, mæli með því að bankastarfsmenn og aðrir sem hafa verið undir óvenjumiklu andlegu álagi undanfarið skelli sér í friðarferð úr borgariðunni.
Tæplega 100 missa vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.