23.9.2008 | 23:36
Reynt við klukk!
Guðrún Vala klukkaði mig og ég skildi ekki alveg hvað það þýddi, en Steina vísaði mér leiðina svo nú prófa ég.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Ég vann á elliheimilinu Grund á menntaskólaárunum og í Námsflokkum Reykjavíkur. Þetta voru talsvert ólikir vinnustaðir, ekki hægt að segja annað. En ég lærði bæði mannleg samskipti og sitthvað um mannlegan breyskleika. Ég bý að því enn.
Vangede huse, þar sem ég vann á sambýli einhverfra barna og unglinga. Það var líka lærdómsríkt. Ég lærði um mannlegt eðli og þögul samskiptaform, að bera virðingu fyrir öðrum hugsunarhætti og sjá fegurðina í smáum framförum.
Nordatlantiske regionalstudier. Ég lærði heilmikið um Norður Atlantshafsþjóðirnar og sérstaklega Grænland en einnig Norður Kanada. Kynntist læriföður sem að því miður dó fyrir aldur fram, honum Peter Friis ásamt mörgu öðru frábæru og skemmtilegu fólki.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Kynntist aftur gömlum góðum íslenskum sveitagildum sem að höfðu einhvern veginn gleymst á 12 ára veru minni erlendis. Þetta var notalegur tími, ógnvænlegur, sár en líka lærdómsríkur.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Ég gleymi aldrei delicatessen og einnig annari franskri dansmynd sem var saga tímans á bar einum í París (man ekki hvað hún hét). Ég held upp á Cold Fever. Fannst der anderes leben mjög góð. Man einna skýrast eftir sænsku myndinni du levande á þessu ári sem einmitt er tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna. ....og fjölmargar aðrar sem erfitt er að gera upp á milli.
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Reykjavík: Skólavörðustígur, Hvassaleiti, Búland og Álfaland í Fossvogi (Hér ólst ég upp bómullarbarnið umvafin umhyggjusemi foreldra minna sem tryggðu mér öruggari skilyrði en ég hef getað búið börnum mínum.
Lærdal, Sognfjörður, Vestur Noregur. (Mikilvægur tími en ljúfsár í minningunni)
Kaupmannahöfn: Amerikavej, Valdemarsgade (Vesturbrú), Peter Fabersgade (Nörrebro), Aalökkevej (Vanlöse), Sofiegade (Christianshavn), Holmbladsgade, Frankrigsgade (Amager), Birkevej (Dragör).(Dýfur, veltur, dýrmætar hamingjustundir - allt litrófið eiginlega)
Guelph, Kanada (Ljúfur tími en skrýtinn eftir á að hyggja)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
Klovn (bara asnalega fyndinn - ég kannast allt of vel við taktana)
Bókmenntaþáttur Egils Helgasonar (bryð hann í mig eins og mesta spennuþátt)
Út og Suður (Skemmtileg flóra af fólki, Gísla tekst alltaf vel upp)
Anna Pihl (mannleg kona og atburðarrás sem er spennandi)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
Hornsherred, Danmörku
Eyjar við Króatíu
Hinar ýmsu borgir og sveitir Þýskalands, allt frá Lubeck í norðri til Konstanz í suðri.
Raufarhöfn og Melrakkasléttan (allra meina bót).
Fjórar síður sem ég skoða daglega utan bloggs
www.hi.is (minn vinnustaðasíða og mjög gagnleg að auki)
Facebook (Böhh, ekki frumlegt!)
natturan.is (skyldumæting)
billaus.is (af áhuga)
Fernt sem ég held upp á matarkyns
Gulrætur, spínat, epli og bláber (ég er ekki heilsufrík en mér finnst hollur matur bestur af því að þá líður mér best).
Fjórir bloggarar að klukka
Siggi hrellir
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (langar að sjá hvort hann mótmælir því)
Þrymur Sveinsson
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Brasilía er botnlaust forvitnilegt land.
Indónesía er rosalega spennandi ég er að vona að ég komist á ráðstefnu þangað á næsta ári til Norður Sulavesi (læt mig dreyma)
Í hálsakoti einhvers sem mér þykir vænt um
Gangandi við strönd að anda að mér öldu-drununum. Það er ekkert eins hressandi og lífs-endurnærandi.
Athugasemdir
voðalega gaman að lesa þetta kæra anna ! ég er sammála þér með mörg svörin !
hafðu fallegt sunnudagskvöld og Kærleikur til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.