Lingling og Stykkishólmur

Ég er frekar óvirk á blogginu þessa dagana þar eð kennsla í efnahagslífi og samfélagi Asíu ásamt undirbúningi undir námsferð nemenda á Snæfellsnes í Október hefur tekið yfir líf mitt í augnablikinu. Reyndar ásamt umsóknarvinnu til ýmissa rannsóknarsjóða og þáttaka í stofnun áhugasamtakanna bíllauss lífstíls hafa haldið mig frá tóminu sem jú oft getur af sér einhvers konar vangaveltur um lífið, pólitík, samfélag og daglegt eigið líf.

Get samt sagt að áður en ég dett sofandi á koddann á kvöldin er ég að lesa hreint alveg frábæra bók sem eflaust margir hafa lesið. Ég er bara svo seintæk. Það er fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur. Hún er frábær í alla staði.

Ég vakna því stundum með bauga undir augum á morgnana af því að ég hef lesið of lengi. Svona er þetta. 

Það er gaman að lifa, maður verður stundum að passa sjálfan sig þó í öllu umstanginu. Ég læt mig til dæmis dreyma um að einhver faðmi mig á næstunni eða að ég fari í nudd. Uhm. Það er góð tilhugsun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

knús knús

Guðrún Vala Elísdóttir, 19.9.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband