Hver er svo ađ tala um kreppu?

Jóhanna Kristjónsdóttir er algjör hetja. Ég ţekki fleiri en einn sem eru nćstum áskrifendur ađ ferđum hennar til Miđausturlanda, svo gaman er ađ skyggnast inn í veröld hennar ţar. Hún á heiđur skilinn og allavega jafn mikinn og landsliđsgaurarnir. Mér finnst reyndar međ ólíkindum ađ einhverjir hafi svo mikiđ ráđstöfunarfé ađ ţeir geti púngađ út einni milljón fyrir sveitta treyju. Mađur má aldeilis vera hjátrúarfullur ef mađur heldur ađ heppni fylgi ţví. En ţađ er fyrir góđan málstađ, svo ég ćtla ađ hćtta ađ ibba mig.

Ég sá annars alveg frábćra bíómynd Guy Maddin um Winnipeg í dag í Háskólabíói. Ég skemmti mér konunglega, líka í umrćđunum á eftir. Salurinn var nćr fullur af fólki. Í myndinni er dregin upp mynd af borginni eins og hún sé ađ sofna og margir draugar fólks, náttúru og mannvirkja vaktir upp. Draumur sögumanns er ađ finna leiđ til ađ yfirgefa borgina. Mér fannst ţetta talsvert frumleg nálgun á heimildarmynd um borg. Winnipeg er í sjálfu sér lítiđ sjarmerandi borg fyrir utanađkomandi en ég fékk einhverja sérkennilega löngun til ađ heimsćkja borgina aftur eftir ađ hafa séđ hana í ţessu annarlega ljósi.


mbl.is Skólinn er í höfn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband