Meira að segja auðug olíuríki með góðar innistæður mega vara sig!

Fréttir um að hremmingar á fjármálamörkuðum séu ekki yfirstaðnar óma víða og hafa ýmsa birtingarmynd eftir því hvað um er fjallað.

Bankar fara á hausinnn vegna kæruleysislegra (lemfældige) útlánastefna, bankar reyna að fjármagna sig í meira mæli við að hvetja til sparnaðar og fá þannig innlán.

En þeir sem eiga peninga og leggja peningana sína inn eiga líka  í vök að verjast eins og fréttin Börsen um tap Norsku olíuþjóðarinnar á 166 milljörðum norskra króna, sýnir.

Norski olíusjóðurinn er sparifé Norðmanna og hingað til hefur þjóðin sýnt mikla forsjá í að geyma frekar en eyða arðinum af aðal fjármagnsuppsprettu þjóðarinnar.  Ástæða hrakfarana! Erlendar fjármálastofnanir, nánar tiltekið Fannie Mae og Freddie Mac haga sér eins og spilavíti með peninga annarra.

Sjá frétt

Í kjölfar svona frétta má spyrja sig: Hvernig á fólk eiginlega að treysta fjármálastofnunum fyrir peningunum sínum ef það á einhvern sparnað? Er hægt að líkja fjármálaspekingum og bankafólki sem að veitir ráðgjöf um meðferð fjár annara við annað en krókódíla í fenjum sem að vaða þarf yfir?


mbl.is Hremmingar ekki yfirstaðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband