Máttur kvenna á ýmsum sviðum

Í gær var 19.júní sannkallaður hátíðisdagur, eða eins og Gísli sagði á facebook síðunni sinni vísir að lýðræði í 93 ár.

Við sem höfðum staðið í undirbúningshópi jafnréttisseturs ásamt öðrum góðum konum vorum mættar snemma upp í utanríkisráðuneyti til að sjá og fagna undirskrift rektors Kristínar Ingólfsdóttur og utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á viljayfirlýsingu um stofn setursins og alþjóðlegs jafnréttisskóla. Það var ljúft og í anda dagsins. Og ég var að springa úr stolti yfir samstarfskonum mínum og vinkonum Irmu,Sigríði og Sjöfn.

Á eftir hittum við samstarfskona mín Katrín Anna Lund, Hrönn Marínósdóttur vegna kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival þar sem við vorum með bollaleggingar um aðkomu ferðamálafræðinema að hátíðinni og samhæfingu milli vettvangs og fræðivinnu.

Síðar um daginn hélt Rannsóknarstofnun í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands smá hóf þar sem við spjölluðum og skemmtum okkur yfir bæði ísbjarnarfréttum og fótbolta, glerþökum og öðru léttmeti. Wink

Var síðan í sambandi við kempuna hana Gunnu sem er með stór áform eins og venjulega. Við erum og munum vinna í því saman nú og á næstunni. 

 Í kvöld fylgdumst við mæðginin svo með söfnunarátakinu á allra vörum, hringdum inn, að sjálfsögðu og lögðum okkar skerf í púkkið - sendum nafnatillögu inn um græjuna (okkur fannst nafnið birta gott! en Björg er mjög gott líka).

Allt þetta sýnir nú hvað við eigum æðislegar konur hérna á Íslandi (hver annari meiri talent, hver annari flottari). Ég er stolt af því að vera íslensk kona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband