Fann íslenska fánann í ruslinu!

Í gær var margt um manninn í bænum í yndislegu veðri, neysluglaðir íslendingar brugðust ekki frekar en fyrri daginn, raðir voru margra metra langar fyrir framan hverja einustu sölubúð sem sett hafði verið upp. Margt var hægt að kaupa, meðal annars íslenska fánann og sáust mörg börn veifa þjóðarstoltinu ánægð með sig og sína. Eitthvað voru aðrir ekki alveg nógu ánægðir með fánann eða þá að skemmdarfýsnin varð öðru ofursterkari. Við sonur minn fundum einn í ruslinu á lækjartorgi og hirtum hann. Gengum upp á Arnarhól og heim í afahús þar sem gert var við fánann í snatri, enda sá gamli af þeirri kynslóð þar sem maður lagar hlutina og hendir þeim ekki bara. Það var ánægður drengur sem gekk veifandi með íslenskan fána niður Arnarhól stuttu síðar.

Ránið á fánunum er leiðinlegt afspurnar og örugglega ekki framið af einhverjum sem bráðvantaði þjóðartáknið þrílita. 


mbl.is Fánum stolið af leiði Jóns Sigurðssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband