18.6.2008 | 00:27
Útskýringavandamál!
Annað hvort er ég svona treg eða blaðamenn mbl.is svona illa skrifandi eða að það eru einhver útskýringavandamál í gangi varðandi slátrun bjarndýrsins. Notuð eru orðin svo virðist...sem bendir til að menn viti ekki almennilega hvað gerðist. Eins finnst mér sláandi bein tilvitnun í bjarnarbanann (sem víst gegnir starfi yfirlögregluþjóns á svæðinu, vonandi fer hann blíðlegar með borgarana þar)..að þar eð dýrið hafi tekið á rás í átt til sjávar hafi ekki annað verið "í stöðunni" (hægt að gera) en að skjóta það.
Lógík skagfirðinga er eitthvað furðuleg í þessu. Hvaða vígi voru menn að verja úti á sjó, mátti bjössi ekki hlaupa niður á strönd? Hvað hefði þá getað gerst? Sáu menn fyrir milliríkjadeilur hefði hann hugsanlega farið aftur til Grænlands?...
Pælum í því!
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að fólk á Íslandi þurfi að kynna sér aðeins betur hvítabirni og hvaða dýr þetta eru.
Stærsti hvítabjörn sem mældur hefur verið vó 1002 kg, þeir geta synt tæplega 2 kílómetra í einni lotu, þeir hlaupa á allt að 60 kílómetra hraða, þeir hafa 42 beittar tennur. Þeir drepa seli með því að býta í hausinn á þeim þangað til höfuðkúpann splundastr.
Og já það er vitað til að hvítabirnir hafi drepið fleiri tugi manns á seinustu hundrað árum satt að segja þá drepur hvítabjörn mann að meðaltali þriðja hvert ár, ég held ef við ætlum að fara að leyfa þessum "sætu litlu saklausu" dýrum að lifa á íslandi þá muni það verða nær eitt mannsdráp á ári.
Svo er einn stór formsgalli á því að leyfa að hvítabirni að lifa á íslandi en það er bara ekki nógu kalt fyrir hann hérna hjá okkur en hann vill helst ekki fara í meiri hita en 10° á celsius.
Ef menn vilja vera svona miklir dýrafriðunnar sinnar og bjarga hvítabirni frá útrýmingu þá eigi þeir að byrja annars staðar eins og t.d. á Grænlandi en þar eru þeir enn veiddir til tómstunda iðju og það er það sama í Kanada en þar eru um 500 dýr felld á ári í Nunavut og önnur 100 í Inuvialuit en þeir eiga metið en Grænlendingar láta sér nægja 150 svo er einnig leyfinlegt að skjóta hvítabirni í Chukotka í Rússlandi ef þeir fara of nálægt byggð.
Og ef einhver millinn vill bjarga birni þá getur hann gert það með að kaupa sér veiðileyfi á eitt þessara dýra og nýta það ekki þá er hann búinn að bjarga einu dýri, veiðileyfið kostar bara 20.000 til 35.000 can dollara eða tæpar 2 millur til tæpar 3 millur.
Mæli með að fólk lesi sig aðeins um þessi dýr áður en það byrjað að skrifa svona vitleysu eins og fólk hefur verið að skrifa. Nóg að slá inn white bear í google og þá koma upp margar síður um hvítabirni.
En svona að lokum....
Ísbirnir eru hættilegir !
Ísbirnir geta ekki lifað á íslandi!
Að drepa tvö er smáræði miðað hvað það eru mörg drepinn í heiminum!
Það er ódýrara að skjóta dýr sem kemur til íslands og kaupa eitt veiðileyfi í canada og nýta það ekki en að reyna að bjarga því dýri sem kom til íslands!
Ingvar (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 03:13
Bendi á skemmtilegan pistil postdoc
Anna Karlsdóttir, 18.6.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.