Stormur í vatnsglasi

Umræðan um hvort trúarleg  eða pólitísk tákn séu viðeigandi í klæðnaði opinberra embættismanna og þá sérstaklega dómara, lögreglu og herliðs er það sem umræðan í raun hefur snúist um í Danmörku. Ástæðan fyrir því að þessir starfshópar eru sérstaklega teknir fyrir og um þau eiga lög að gilda, er að þessar starfstéttir taka ákvarðanir og hafa völd og það væri mjög annarlegt ef að ekki væri hægt að treysta að dómar þeirra eða dómgreind væri óháð trúarbrögðum eða pólitík þegar hamarinn fellur. Ég er nokkuð viss um að margir myndu nú segja, já en er hægt að vera óháður. Já, það er hægt að forgangsraða og skilja á milli hvað er undirorpið trúarlegum eða pólitískum áherslum.

Slæðumálið svokallaða er tilraun ýmissra flokksafla og fjölmiðla til að færa umræðuna niður á miklu lægra plan en hún á í raun skilið og eftir að hafa lesið króníku Birtu R. Hornbech skil ég vel afstöðu hennar.  Málið snýst ekki um slæður!!!! Alveg eins og að innflytjendamálefni snúast ekki um islamiseringu, þó að hægt væri að halda það eftir umræður síðustu sex ára.

Það hafa margir talað um að forsetisráðherra danaveldis sé svolítið kontrol freak eins og vill brenna við menn sem eru metnaðarfullir og með fullkomnunaráráttu. Mér finnst framganga hans í þessu máli endurspegla að það sé ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón sem talar. Á meðan að uppáhalds-erfðaprins hans Lars Lökke á í verulegum erfiðleikum með að svara fyrir fjárhagsmisferli í fyrra starfi og Andes Fogh skautar yfir það eins og fjölmiðlar séu á sérstökum nornaveiðum eftir manninum, eru málefnalegri innlegg gagnrýnd harðlega frá hans hendi, eins og þetta mál er lýsandi dæmi um.


mbl.is Dönsk stjórnmál á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband