13.5.2008 | 22:09
Næring óánægðu konunnar
Ég lyfti mér upp og fór í bíó að sjá sænsku myndina Himlens hjerte. Hún er frábær...segi ekki meir.
Ætla að hjúfra mig undir sæng og lesa bók sem Sören gaf mér úr dánarbúi móður sinnar, og heitir Bryd! um kvenleika og feminisma eftir Mette Bryld og Nina Lykke. Hún er algjört bíó þessi bók, andar hugmyndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Ég veit ég á eftir að skemmta mér konunglega yfir kafla sem fjallar um líkamstjáningu og kynin. Þar er tugur mynda þar sem menn gera sig breiða og nýta talsvert pláss á meðan að konurnar eru eins og þvörur og reyna að gera sig mjórri á ýmsa vegu, t.d með því að sitja og standa með fæturnar læstar saman....og ef mér leiðist get ég jú alltaf flett upp í tímaritinu alt for damerne sem er næring óánægðu konunnar!
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Bækur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.