23.4.2008 | 21:49
Á tímum græðginnar!
Kæru samlandar!
Ég hitti fyrrverandi landsföður og forsetisráðherra dana á mánudagsmorgun Poul Nyrup Rasmussen þar sem hann rakti með eigin orðum framgang fjármálaspekulanta í skjóli frjáls hnattvædds hagkerfis þar sem beinar erlendar fjárfestingar og ekki síst ný fjármálaleg verkfræði (keine hexerei) þróaðist. Poul Nyrup hefur skorið upp herör gegn sérstaklega fjármagnssjóðum (capital funds).
Ég ætla að fjalla frekar um bæði nýja bók sem hann var að gefa út um málefnið, nýtt frumvarp sem hann hefur lagt fyrir Evrópusambandsþingið um málið og fyrirlesturinn á næstu dögum.
Ég ber mikla virðingu fyrir Björgólfi vegna þess að hann er sannur en eftir stendur samt smá vandamál þegar hann heldur fram að þjóðin eigi nú að koma sér upp þjóðarsjóð, í ljósi yfirstandandi kreppu. Vandamálið er að íslendingar hafa verið að upplifa að gömlu fyrirtækin sem á vordögum lýðveldisins urðu einmitt til vegna krafta og hlutabréfakaupa almennings voru tæmd af verðmætum í sameiningum og yfirtökum, stokkuð upp í minni hluta rekstrarstarfsemi og eitthvert fjárfestingarfélag að baki starfseminni (group eitthvað). Icelandair er gott dæmi og svo væri hægt að halda áfram. Allt þetta hefur orðið til þess að allir með smá reynslu og eitthvað milli eyrnanna ættu að vera skeptískir.
Það sem eftir stendur er að með löggiltri bókfærslu með kreatívum töktum hafa mörg stoðfyrirtækja íslendinga verið tæmd að auði á síðastliðnum misserum. Hvernig er hægt að endurvekja trú almennings á samhug á þeim forsendum?
Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.