Jónas Hrafn 17 ára!

Það eru 17 ár síðan að hann Jónas Hrafn fæddist fimm mínútur í hálf tólf eftir 36 stunda raunir móðurinnar sem hafði verið sett í gang vegna þess að það var farið að líða á þriðju viku áætlaðrar fæðingar og spítalafólkið eitthvað hálf hrætt við að barnið væri farið að líða næringarskort inn í fylgjunni. Pálmi Jónasar, vinur minn sagðist vera svo ánægður með að hann hefði ekki fæðst eftir miðnætti, því þá hefði hann átt sama afmælisdag og Hitler. "Thank god for that!"

Barnið var heilbrigt sem betur fer og er nú í kórferð með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, blessaður.

Ég hringdi í hann í morgun milli hálfátta og átta í morgun og söng fyrir hann danska afmælissönginn enda mun frumlegri en sá íslenski. Hann bar sig vel, taldi daginn ekkert sérlega merkilegan og hann finndi nú ekkert sérstaklega til neinna breytinga, nema ef vera skyldi að lungnabólgan sem hann kom sér upp í síðustu viku væri í rénum vegna pensilínsins. Ég, dramadrottning af guðs náð, felldi nokkur tár við þessi tilsvör. Hann er svo hugrakkur og duglegur.

Fyrrverandi tengdamamma mín sagði alltaf, mömmurnar eiga líka afmælisdag þegar börnin eiga það, vegna þess að tilkoma barnanna var svo stór viðburður. Það er gaman að vera mamma, þó ég sé í fríi sem slík um þessar mundir og eiga að minnsta kosti þrjá afmælisdaga á ári. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

til hamingju með daginn ég er alveg sammála, við mömmur eigum líka afmæli þessa daga og þá á ég fimm afmælisdaga á ári. Ég man líka hvað ég var stressuð yfir 20. apríl, ekki nóg með að þetta væri fæðingardagur Hitlers heldur var þetta líka afmælisdagur fyrrverandi kærasta, og mig langaði ekkert að eignast fyrsta barnið mitt á þeim degi. Sem betur fer slapp það .... he he

Guðrún Vala Elísdóttir, 19.4.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Vá, þú ert rík kona Vala!

Anna Karlsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:42

3 identicon

Innilega til hamingju Anna og Jónas!

Irma Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 22:40

4 identicon

Hamingjuóskir með drenginn, fröken mín góð ;)

bb (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband