Fór til Tromsö og keypti sippuband

Ég var á fundum í Tromsö. Hitti margt gott fólk og ræddi breytingar í strandsamfélögum. Hitti Jahn Petter gamlan vin min, nú fræðimann við Norsk Fiskerihögskole, og Hermann (íslending). Það var kallt veturinn var að byrja af alvöru í Tromsö, 90 cm snjólag þakti bæinn sem er aðlaðandi, sætur og þrátt fyrir að 60 þúsund manns búi í þessum iðandi háskólabæ, finnst manni maður samt vera að fara um smábæ. Maður skynjar hann eiginlega frekar eins og samsuðu af Ísafirði og Akureyri en tugþúsunda manna borg. Nema hvað, fyrst ég var þarna og var að láta mér leiðast síðustu tvo tímana áður en ég átti að fljúga til baka, keypti ég mér fenalaar (þurrkað lambakjöt) og sippuband. Nema hvað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband