Framsaga ekki málið!

Ástæðan fyrir vinsældum danskra þáttaraða er ekki framsaga leikarana dönsku heldur sú stemning sem dönsku þáttagerðarfólki tekst að ná fram í söguþræði þáttanna. Jótar tala talsvert öðruvísi en Kaupmannahafnarbúar og því er mögulegt að þeim finnist framburður leikaranna erfiður þar eð flestir danskra leikara eru af höfuðborgarsvæðinu. Danir eru í heild ekki nógu spenntir fyrir leik með orð eins og íslendingar og auðvitað ætti að vera hægt að nota framburð sem aukakrydd í þáttagerð, t.d mállýskur eins og tíðkast á Als á Suður Jótlandi en þá er reyndar nánast öruggt að fæstir myndu skilja hvað færi fram nema með undirtextum.

Ég hef ekki enn séð sommer, en er aðeins búin að fylgjast með Album sem Helle Joof leikstýrir og það eru hreint alveg frábærir þættir. Ætli það væri ekki eitthvað annarlegt ef að einhver gullaldar danska frá fjórða áratug síðustu aldar væri notuð í þeim þætti. Veit það ekki, finnst þó bara að öllum sé hollt að leggja eyrun við og njóta stemningarinnar frekar en að kverúlantast yfir málfari. 


mbl.is Danskan torskilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir gætu snúið sér að þöglum myndum...?

Ásgrímur Hartmannsson, 18.4.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Góður punktur Ásgrímur!

Anna Karlsdóttir, 19.4.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband