10.4.2008 | 20:13
Barnið ekki feigt!
Ég skil vel að móðirin hafi fengið taugaáfall. Ég átti barn frekar ung. Margar aðstæður urðu þess valdandi að ég þrjóskaðist við í háskólanámi mínu frá því barnið var fjórtán daga gamalt. Ég þurfti að keyra um 40 km leið með lest í háskólann á hverjum morgni og hverju kvöldi heim aftur. Einu sinni sem oftar var ég pínulitið of sein og kom hlaupandi með barnavagninn eftir lestarpallinum þegar lestin var að koma aðvífandi að. Ég missti jafnvægið eitt augnablik og barnavagninn tók stefnuna niður í brautarteinagryfjuna. Til allrar hamingju voru aðrir farþegar nægilega viðbragðsfljótir til að aftra vagninum frá því að hrynja niður beint fyrir framan flautandi lestina. Sonur minn hinsvegar, sem var festur í vagninn með beisli og hékk nú útúr vagninum þar sem lestin strauk hann náði vart andanum. Ég hef oft hugsað um það síðan hversu heppin við vorum og hvað hurð skall nærri hælum. Mikið er gaman að heyra að kraftaverk geta gerst eins og fréttin um þetta litla barn hermir.
Smábarn lenti undir lest og lifði af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.