Háskólatengsl við Brasilíu

Ég lýsi hérmeð eftir frekari upplýsingum um Ingvar Elíasson haffræðing (held að það sé nafn hans) sem gerði garðinn frægan í Brasilíu og byggði upp öfluga haffræðideild við Háskólann í Sao Paulo um miðbik síðustu aldar.

Er í skýjunum af því að ég fæ líklega að skoða verksmiðjuna sem vinnur eldsneyti úr babassahnetunum (sjá umfjöllun fyrr í þessu bloggi).

Hér er tengillinn við Háskóla-tilraunastofuna í Ríkisháskóla Campinas (Universidade estadual de Campinas) sem ég verð við. Hún er innan skipulagsverkfræðideildar háskólans og er helguð sjálfbærri þróun (samspili félagshátta, skipulags og tækniþróunar). 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband