21.2.2008 | 17:00
Af hverju ekki að styðja lífrænan búskap?
Jón Bjarnason alþingismaður og fyrrverandi skólastjóri Hólaskóla var einu sinni sem oftar með áhugaverða bloggfærslu um íslenskan landbúnað.
Á viðtalsferðum okkar í sumar fyrir rannsóknarverkefnið Litróf landbúnaðarins
urðu ég, Magnfríður samstarfskona mín og Jórunn Íris fyrrverandi starfsmaður verkefnisins varar við að margir bændur voru byrjaðir að rækta meira fóður fyrir búfénað, helst byggrækt og svo auðvitað fóðurkálsrækt en tilhneigingin var klárlega til staðar að bændur væru að reyna að framleiða stærri hluta fóðursins sjálfir til að lágmarka þörfina fyrir það sem aðföng í reksturinn.
Það kemur sér vel nú þegar að heimsmarkaðsverð á gróffóðri eykst svona rosalega.
Það kemur sér líka vel útfrá umhverfistengdum sjónarmiðum (færri sótspor vegna flutninga meiri hagræðing í rekstri). En þetta á auðvitað helst við á svæðum þar sem ræktunarskilyrði eru nægilega góð, þó sýni sig að hægt er að flytja þau landfræðilegu mörk talsvert eins og bóndinn á Mánárbakka sannaði.
Þeir bændur sem voru með hæst hlutfall eigin fóðurframleiðslu og óháðastir aðkeyptu gróffóðri voru bændur með lífrænan búskap.
Enn ein rökin fyrir því að styðja við slíka búskaparhætti.
Annars má sjá greinar eftir okkur verkefnahópinn í þessu flotta riti
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Gott og þakka þér fyrir!
Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd eins og steinfóstur í mörg ár. Og nú sýnist mér að fleiri séu að vakna. Framtíð landbúnaðar á Íslandi er beinlínis tengd þessari pólitísku sýn og nú erum við farin að sjá jafnframt örla fyrir skilningi á milliliðalausri tengingu bænda og neytenda.
Nú þarf að fjölga smáum sláturhúsum með úrvinnslumöguleika og síðan þarf að opna snotra verslun hér í Reykjavík þar sem þessar vörur yrðu eingöngu á boðstólum.
Undirbúningur þarf að hefjast þegar í stað!
Ég er reiðubúinn til að taka þátt í að stofna hóp áhugafólks um þetta mál.
Árni Gunnarsson, 21.2.2008 kl. 17:28
Sæl og blessuð Anna
og takk fyrir góð orð. Fínt að fá slóðina ykkar á "Litróf landbúnaðarins".
Já svo sannarlega eru miklir möguleikar á þessu sviði. Hér öflugan bakstuðning bæði í hugarfari og nýrri forgangsröðun.
Tek alveg heilshugar undir með þér. Framtíðin kallar á breytt viðhorf.
Víða er þó verið að gera góða hluti á þessu sviði en betur má.
Með góðum kveðjum
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:14
Sælir Árni, Þrymur og Jón
Tek undir orð þín Árni. Komin tími á að vinna þessum málefnum brautargengi eins og reyndar fleiri hafa reynt að gera lengi. Sammála Jón. Framtíðin kallar á breytt viðhorf. - Mér finnst nú vindar blása í þessa átt nú. Og ég trúi að landbúnaður á Íslandi eigi framtíðina fyrir sér.
Anna Karlsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.