Ferðaáætlun til Brasilíu

Branson er frábær og í miklu persónulegu uppáhaldi hjá mér sem frumkvöðull á mörgum sviðum. 

Þá erum við Leon farin að leggja drög að ferðaáætlun. Ég varð svo hamingjusöm þegar ég komst að því að hægt væri að fljúga til Campinas og að ég þyrfti ekki að hossast í rútu frá Sao Paulo.

Ég hefði viljað sjá bara smá bita af Amazon, en því verður ekki fyrir að fara samkvæmt Leon, því ég verð of stuttan tíma. Ég geri mér náttúrulega enga grein fyrir fjarlægðum þarna.

Fyrir utan að halda fyrirlestur í háskólanum og skrifa grein með Leon og sjá svæði favelana sem að hann hefur verið að vinna með íbúum í ætla ég að biðja hann að fara með mig í þessa efnaverksmiðju sem að framleiðir þetta áhugaverða eldsneyti sem um ræðir í fréttinni.

Hann spurði mig í fyrradag hvort ég hefði áhuga á að skoða petrochemical industry fyrir utan auðvitað að skoða þessa brjálæðislegu bílaverksmiðju-garða, og ég einhvern veginn var svo dofinn - var bara að hugsa um lifrarbólgu og gulusprautur að ég kveikti ekki.

Ætla að láta hann vita - ég vil fara í verksmiðjuna sem að framleiðir eldsneytið úr babassa-hnetunum. Ætli verði hægt að koma því um kring? 


mbl.is Flýgur á lífrænu eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Er þetta eitthvað skárra eldsneyti eða hvað?

Bara svona til að segja þér það þetta er eitt versta bull sem menn hafa fundið upp til að ljúga að vitlausum græningjum.

Einar Þór Strand, 24.2.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég veit ekki meira en finnst forvitnilegt að kynna mér hluti áður en ég get dæmt þá út í hafsauga.

Anna Karlsdóttir, 25.2.2008 kl. 00:33

3 identicon

Hugsa til þín í sprautunum ljúfan.

Björg (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:12

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir það Björg mín

Er bara hin brattasta eftir þær. 

Anna Karlsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband