Misskilin þjóð!

Danir hafa löngum stært sig af því að vera umburðarlynd þjóð. Það hef ég fyrir satt að það eru þeir að vissu leyti.

En þeir rugla oft saman umburðarlyndi og afskiptaleysi. T.d þegar kemur að útlendingamálum.

Þeir stæra sig af því að vera víðsýnir en ég þekki fáa eins ignorant á landafræði og dani, þeir skaga alveg upp í ameríkana. Þeir líða af sama arfi og Bretar, fyrrum heimsveldi sem heldur krampakenndu taki um forna frægð en lærir lítið nýtt um sjálft sig.

Mér finnst það til marks um stjórnmálastigið að helsta fréttaefni í pólitík hefur verið að Malou Aamund yfirgaf flokkinn Ny Alliance og fór til Venstre. Hún hefur helst aflað sér frægðar fyrir fyllerí og partýstand í Viskýbelti Norðursjálands (og minnir mig alltaf svolítið á Paris Hilton bæði í útliti og fasi) og fyrir að vera ein af fyrrum kærustum krónprinsins. Hún er auk þess dóttir Asger Aamund og stjúpdóttir Susanne Bjerrehus sem eru fræg fyrir að vera myndvæn í kjaftablöðum, en raunar líka fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið. Vonandi lærir hún það stelpan þegar fram líða stundir.


mbl.is Spenna í dönskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband