Vetrarhátíð í nánd!

Nú er vetrarhátíð í nánd og margt skemmtilegt sem þar verður á boðstólum. Ég fæ fiðring í magann og hlakka alltaf mjög til. Ég hef haft smá afskipti af hátíðinni undanfarin ár þar sem ég hef virkjað nemendur í námskeiðinu borgir og ferðamennska til að taka þátt og taka að sér verkefni á hátíðinni.

Nú bregður svo við að þeim er ekki fyrir að fara og ég formlega atvinnulaus á meðan á hátíðinni stendurWink. Því miður verð ég að hverfa af landi brott - en ætla kannski ef ég verð effektív og búin að pakka niður - að skella mér á einhvern hluta safnanætur.

Það er brjálað stuð í Reykjavík á vetrarnótt það hef ég reynt undanfarin ár.

Ég ætla bara rétt að vona að það viðri vel eins og undanfarið. Man reyndar að það var ótrúlega kallt síðast á safnanótt. Sif er vön að segja að hún sé með virka pöntun inni hjá honum á efri hæðinni, vonum að hann taki eftir henni í ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband