Vettlingaþurrð í kuldanum!

Það er eins með sokkana og vettlingana. Það er eins og þeir gufi upp. Ég hef fyrir löngu komið fram með þá tilgátu að ég ætti gráðuga þvottavél sem endrum og sinnum gæddi sér á sokkum.

En nú er annað uppi á teningnum. Vettlingarnir hans Elíasar hverfa bara út um dyrnar. Í síðustu viku fóru tvö pör, vikuna þar áður ég veit ekki hvað mörg. Þegar gengið er á drenginn er hann alltaf með mjög loðin svör - þeir voru svo blautir - er algengt svar. Þegar gengið er meira á hann verður hann pirraður og segir mig alltaf vera að með ágengar spurningar. Það er ekki á vinsældalistanum.

Svo flýgur hann út um dyrnar með næsta par. Ég verð ægilega fegin þegar vettlingatímanum er lokið og ég get farið að hafa áhyggjur af öðruWink

Já það er flókið að lifa í henni versu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Besta ráðið er að prjóna vettlinga með bandi sem þræddir eru gegnum ermarnar. En í mínu heimaumdæmi týnast þeir því miður líka. Fer kannski að íhuga nælurnar!

Anna Karlsdóttir, 6.2.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband