Metnaður og heimsveldisbrölt

Nýjasta bók Noam Chomsky ber nafnið "Imperial Ambitions - conversations on the post-9/11 world". Ég keypti hana í Bandaríkjunum á dögunum. Noam Chomsky er einn fremsti hugsuður samtímans, málfræðingur að mennt og hefur lengi gegnt stöðu prófessors í málvísindum og heimspeki við hinn virta Massachussetts Institute of Technology (MIT). Í bókinni ræðir Chomsky m.a um innrásina í Írak ásamt fleiru er snýr að tilburðum Bandaríkjanna sem heimsveldis. Honum verður einkum tíðrætt um áróðurskerfi og hvernig þau virka, til dæmis hvernig hægt er að skapa og framleiða goðsagnakennda fortíð meðal annars með því að storka yfir óþægilegar staðreyndir úr sögunni.

Mér er hugleikinn ein tilvitnun í bókinni, sem reyndar er frá Schumpeter og úr bók hans, félagsfræði heimsvelda (The sociology of imperialisms) frá 1919.

"The was no corner of the world where some interest was not alleged to be in danger or under actural attack. If the interests were not Roman, they were of Rome's allies; and if Rome had no allies, then allies would be invented. When it was utterly impossible to contrive such an interest - why, then it was the national honor that had been insulted. The fight was always invested with an aura of legality. Rome was always being attacke by evil-minded neighbors, always fighting for a breathing space. The whole world was pervaded by a host of enemies, an it was manifestly Rome's duty to guardd against their indubitably aggressive designs."

Þessi tilvisun gæti allt eins átt við í dag og hægt væri að skipta Róm út fyrir t.d Washington, eða aðra staði þar sem heimsveldisdraumar og árásargirni hafa farið og fara saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband