Ætti að banna skoðanakannanir 2.vikum fyrir kosningar

Ég er satt best að segja orðin verulega þreytt á skoðanakönnunum sem flæða úr öllum hornum. Því miður hafa þær ekki tilætluð áhrif (að vera upplýsingaveita) því niðurstöður þeirra óma svo ört í ljósvakamiðlum, prentmiðlum og á netinu, og með svo mismunandi niðurstöðum, úrtaki og svörunarhlutfalli að enginn nennir að binda sig við þær nema fjölmiðlafólkið sem notar þær til að þjarma að mismunandi frambjóðendum, sem í raun hafa kannski lítil komment þegar allt kemur til alls. Og að þessu leyti hef ég samúð með frambjóðendum úr hvaða flokki sem þeir eru, því að þeir eru að keppast um hylli til að fá að starfa í umboði fyrir fólk í landinu, leggja margt undir og svo er alltaf verið að nudda þeim uppúr jákvæðum/dræmum/neikvæðum niðurstöðum spekúlasjóna úr símhringingatörn. Mér finnst ég stundum vera veðhlaupahestur í minni vinni, hvernig ætli þeim líði?

 Ja, hérna, segi ég bara. Réttast væri að við fengjum frið, kjósendur jafnt sem frambjóðendur, svo hægt væri að rökræða málefnin. Því þau gleymast í fjaðrafoki um prósentur á uppleið eða niðurleið. Upp með upplýsta umræðu, niður með spekúlasjónir og yfirborðsmennsku.


mbl.is Hafa kannanir áhrif á kjósendur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband