Félagsleg ábyrgð stórfyrirtækja!

Ég á mjög erfitt með að sætta mig við og sitja hljóð hjá þegar að fólk sem á stutt í eftirlaunaaldur og hefur helgað starfsþreki sínu einu fyrirtæki af festu og trausti er sagt upp án þess svo mikið sem þakka því sérstaklega fyrir vel unnin störf eða tryggja því viðurværi þann örstutta tíma sem eftir er af vinnualdri.

Stjórnendur HB Granda eru ábyrgir. Það er fyrirtæki sem hefur bæði verið stoð byggðarlagsins á Akranesi en einnig tekið frá öðrum byggðarlögum hér á landi án þess að stjórnendur hafi sofið illa yfir því bæði áður en það sameinaðist og eftir. 

Samviska fyrirtækja liggur ekki í húsbyggingum eða aflaheimildum heldur í huga og forgangsröðun stjórnenda fyrirtækjanna.

Það er því fyrst og fremst þeirra að útskýra ákvarðanir sínar.

Salvör Gissurardóttir bloggaði um stjórn HB Granda í gær, og viti menn þar eru einungis menn, en flestir sem missa vinnuna vegna uppsagna eru konur.

Látum stjórnendur þurfa að útskýra sig - mér finnst óferjandi að fólk sem á stutt í eftirlaunaaldur og hefur helgað starfsaldri sínu einu fyrirtæki sé afgreitt á þennan hátt. 


mbl.is Sagt upp hjá HB Granda eftir 44 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Félagsleg ábyrgð stórfyrirtækja er sú ein að stunda hagkvæma og arðbæra þjónustu.

Fyrirtæki sem af sentimentalástæðum standa í óhagstæðum rekstri fara halloka á samkeppnismarkaði, auk þess sem slíkur rekstur kostar í raun samfélagið og þegna þess mikið meira þegar upp er staðið en tímabundið atvinnuleysi lítils hóps.

Ef reksturinn er svona hagkvæmur, eða vinnuframlag viðkomandi starfsmanna svona verðmætt, þá hljóta þeir að geta mjög hæglega stofnað eigin rekstur, eða fundið starfskröftum sínum útrás hjá öðru fyrirtæki.

Ef kraftar þeirra reynast ekki verðmætir neinum, þá er það væntanlega vísbending frá markaðinum og neytendum öllum, og til marks um að viðkomandi þurfa að finna sér önnur störf þar sem framlag þeirra er verðmætara.

Promotor Fidei, 30.1.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

HB-Grandi hf, hefur ekki haft neina samfélagslega ábyrgð síðan maður að nafni Ólafur Ólafsson oftast kendur við Samskip hf, náði að komast yfir 33% af hlutafé í fyrirtækinu með bolabrögðum í gegnum og með aðstoð KB-banka.

Óli þessi er eitt fyrirlitlegasta tilfelli af manni sem íslenzkt viðskiptalíf hefur af sér alið enda einkavinur Finns Ingólfssonar. Þeir tveir náðu að sölsa undir sig áhrifum í gömlu Sambandssjóðunum í gegnum Framsóknarflokk Halldórs Ásgrímssonar og fóru ránshendi um allar lendur gamla Sambandsins og víðar.

Það sem vakti fyrir Óla þessum var að ná að selja rándýrar lóðir undir frystihúsi HB-Granda hf, í Reykjavík en alls ekki áhugi hans á útgerð og fiskvinnslu. Svona hafa óþokkar farið með allan sjávarútveg á Íslandi.

Níels A. Ársælsson., 31.1.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Alveg er ég orðlaus yfir innleggi Promotor Fidei - það er varla svara vert.  Í þessu tilfelli sem um ræðir er ekki verið að leggja fyrirtækið af heldur mun það halda áfram að starfa á breyttum forsendum. Það er því augljóst að rökin um að hagkvæmni í rekstri sé hægt að leggja að jöfnu við verðmæti starfsfólks standast ekki hér.  Ég myndi verulega mæla með að þú Promotor ykir skilning þinn á vinnumarkaði og samsetningu og dýnamik vinnumarkaðar. Fólk sem á stutt í eftirlaunaaldur er oftar en ekki í verri stöðu en þeir sem yngri eru til að velja sér störf eða finna störf á nýjum vettvangi jafnvel þó hæfileikar þeirra og reynsla sé yfirgripsmikil og vilji þeirra til slíks sé til staðar. Þú hefðir verulega gott af að lesa bókmenntir um umbreytingar í atvinnuháttum og félagsleg áhrif þeirra á svæðum eins og Norður Englandi á sjöunda og áttunda áratugnum, Austur Þýskalandi eftir sameiningu Þýskalands og á Lolland-Falster í Danmörku á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, Pittsburg Pennsylvaníu á áttunda og níunda áratug og víðar. Lifðu heill og vonandi sem eftirspurt vinnuafl!

Anna Karlsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir þitt innlegg Þrymur og þitt Níels

Ég var að ljúka við að lesa greinina contested commodities: the moral landscape of modernist regimes eftir Agnar Helgason og Gísla Pálsson. Býsna góð grein þó hún sé ekki alveg ný sem fjallar um hvernig að hugmyndin og umræðin (gildin af baki hugmyndinni) um sjávarauðlindina vöruvæddist í kjölfar innleiðingar kvótakerfisins. Leyfi mér að vitna í hana hér í lauslegri þýðingu. "The discourses of resistance engendered by the emergence of fictitious commodities such as ITQs, body parts, labour, land, life, insurance and money (arguably, money is the most fictitious of all commodities) often seem to emphasize the issues of agency and a labour theory of value...In the case of the Icelandic ITQ system, the allocation of commoditized fishing rights to boat owners has resulted in a privileging of capital over labour, shifting power from sea to land and widening the economic rift between boat owners and their employees."

Þó hér sé talað um sjómenn og útgerðar/bátaeigendur má allt eins yfirfæra það á gjánna sem myndast hefur milli eigenda og stjórnenda vinnslufyrirtækja og starfsfólks í landvinnslunni. Nema hvað, ef eitthvað virðast sjómennirnir hafa stundum verið háværari í mótbárum við kerfinu og afleiðingum þess.

Agnar og Gísli benda á í grein sinni að mönnum hafi sviðið að upplifa að þeir sem áttu aðgang að auðlindinni voru ekki endilega að uppskera í svita eigin erfiðis. Þeir vilja meina að gildi um vinnu og líkamlegt framlag til greinarinnar væru rótgróin í íslenskum sjávarútvegi sem og víðar. Þess vegna hafi meðal annars skapast andúð á kerfinu. Vegna þess að það bauð upp á kerfi svipað og á miðöldum..svo ég noti þeirra eigin orð.."wherein the merchant and the usurer were not held to be creating anything but merely breeding money from money, even as they slept."

Anna Karlsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband