Mjölverksmiðjur til Afríku!

Það varð mér umhugsunarefni í kvöld eftir fréttirnar þetta með að verið var að setja á skip nothæfasta vélakost úr tveimur lokuðum fiskimjölsverksmiðjum í dag. Vélakostinn átti að senda til Marokkó þar sem hann yrði settur upp og notaður til nýrra framleiðslutækifæra þar í landi. Það er mér algjör ráðgáta á tímum þar sem fiskimjölsverð hefur verið í hámarki í nokkur ár að íslendingar velji að loka stórum hluta af sínum verksmiðjum. Það er mér enn meiri ráðgáta þegar vitað er að eftirspurn eftir fiskimjöli hefur ef eitthvað er verið að aukast þessi ár, m.a vegna eftirspurnar eftir fóðri í fiskeldi (ok, það í sjálfu sér er ótrúlega öfugsnúið) og eftir mjöli í gæludýrafóður vegna síaukinnar gæludýraeignar vesturlendinga. Einhverra hluta vegna mundi ég eftir sögu frá Þýskalandi úr einu ryðbeltinu eftir fall kommúnismans þar sem að kínverskur kaupsýslumaður hafði keypt framleiðslutæki niðurnýddrar stálverksmiðju og flutti allt heila klabbið með ágætis arðsemisstuðli yfir á sínar heimaslóðir.

Á Íslandi má segja að ryðbelti séu að myndast á svæðum sem hafa reitt atvinnuuppbyggingu sína á afleiddum greinum sjósóknar. Í okkar tilfelli velti ég stundum fyrir mér (með markaðsmálin í bakhöfðinu) að hversu miklu marki við sjálf eigum þátt í að skapa aðstæður fyrir ryðbelti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þorsteinn Már, hjá Samherja hf, tók þessar verksmiðjur með sér í handfarangrinum til Afríku eins og má að orði komast. Hann er að flýja með allt sitt hafurtask til Afríku. Samherji hf, hefur selt aflaheimildir við Ísland í stórum síl síðustu misseri og flutt fjármagnið úr landi.

Samherji hf, með Þorstein Má, í fararbroddi hefur lagt hvert sjávarþorpið á Íslandi í rúst með flutningi aflaheimilda úr þorpunum og til að tryggja endanlega uppgjöf heimamanna þá láta þeir mölva fiskvinnsluhúsin að innan og flytja búnaðinn úr landi.

Þetta hafa þeir gert líka í rækjuiðnaðinum og er Húsavík svartasta dæmið þar um, en þar létu þeir eyðileggja alla innviði Íshafs hf, rækjuverksmiðju og fluttu búnaðinn til Letlands.

Níels A. Ársælsson., 30.1.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband