Hvað ætli Kaupangur hafi upprunalega keypt lóðirnar á?

232 milljónir er mikið fjármagn. Ég fagna þó því að húsin verði friðuð. Ætli þetta séu eignalóðir?

Fór bara að pæla í þeim litla tilkostnaði sem kaupangur ehf. hefur haft af lóðinni. Varla hefur kostað fleiri tugi milljóna að láta menn mæta með kúbein og láta teikna hótel. Bara að spá....!!


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

það að teikna hótel er nú ekki beint ódýrt

dæmi um kostnað við teikningar, þá kostaði t.d. 35.000 að teikna lítinn bílskúr hérna, sem að þó var uppi, bara ekki til löglegar teikningar af honum.

en Kaupangur er búið að kaupa töluvert af lóðum þarna í kring og farin óhemjukostnaður hugsa ég í það. 

Árni Sigurður Pétursson, 25.1.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Kaupangurmenn vita sjálfsagt vel hvað þeir eru að gera. Þeir eru að kaupa upp húseignir og lóðir þar sem þeir þykjast vissir um að muni standa styr um friðun húsa og geta í framhaldi af því selt borginn það aftur á mikið hærra verði.

Held að borgin eigi núna að fara í það að nýta sér forkaupsrétt á öllum lóðum og húseignum við Laugaveg til að koma í veg fyrir slíkt brask, og til að geta haft alger yfirráð yfir framtíðargötumynd Laugavegsins.

Ívar Jón Arnarson, 25.1.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sælir Árni, Ívar Jón og Þrymur

Ég er allavega viss um að díllinn hefur ekki angrað þá í Kaupangri

 Takk fyrir innleggin. Ég var stödd í Leeds  og nýkomin heim.  Á þaðan sérlega ljúfar minningar frá flandri um götur prýddar gömlum uppgerðum húsum og heillegri götumynd á köflum. Ég bjó á lower briggate og þar í kring er gaman  að labba um skal ég segja ykkur. Leeds market er alveg rosalega flott stórhýsi með innimörkuðum, svona kolaport í tíunda veldi og mun fjölbreyttara að sjálfsögðu. Þar keypti ég geitamjólkursápu (hlakka til að prófa hana).

Svo er það Archade - yfirbyggðar verslunargötur með gömlum húsum - mjög flott.

Mæli með skoðunarferð til Leeds. 

Anna Karlsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband