24.1.2008 | 11:05
Kominn tími til að spyrna við!
Ég tel mig ekki vera talsmann forræðishyggju, en þegar kemur að netnotkun og ókræsilegu efni á netinu hef ég sterkar skoðanir þar sem mér finnst að þurfi að beita henni upp að vissu marki.
Það morar allt internetið af efni sem er til þess fallið að særa siðferðiskennd eða er beinlínis niðurlægjandi eða höfðar til verstu og lægstu hvata fólks, eins og t.d uppskriftir af sprengjum, dýraklám eða annað ofbeldisefni í dulargervi leikja. Hvernig er hægt að verja viðkvæmar sálir, saklaus börn og óharðnaða unglinga ásamt kjánalegum og misvitrum fullorðnum gegn því?
Ég held að börn læri það sem fyrir þeim er haft, en það gera fullorðnir reyndar líka. Ég held að ef að maður stillir fegurð og gleði fyrir framan fólk muni það endurspegla það sem það sér og hugsar, en sé illsku og dimmu stillt fyrir framan það, mun það hafa áhrif á hugsanir og hugsanlega gjörðir. OK, viðurkenni að þetta er einföldun - en ég trúi þessu samt.
Ég styð þetta framtak framkvæmdastjórnar ESB. Og jafnvel þótt Frakkar séu þekktir fyrir hroka þá hafa þeir stundum komist ágætlega langt á honum, t.d í tengslum við vernd eigin menningar og tungu.
Það er auðvitað líka undir foreldrum sjálfum komið að hlaða t.d niður netnanny og annað til að hefta vafr inn á óæskilegar síður.
ESB íhugar að taka upp frönsk netlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitthvað held ég að þú sért að misskilja þessi lög. Þarna er ekkert talað um ósiðlegt efni, bara höfundarréttarvarið efni sem verið er að dreyfa án leyfis (td. kvikmyndir, tónlist o.s.frv.).
Barnaperrar, nauðgarar og þessháttar fólk fær ennþá að hafa fullan óheftan aðgang, það er bara verið að loka tengingum hjá tónlistaráhugafólki og þeim sem nota netið til að ná sér í bíómyndir.
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:15
Þú ert alveg að misskilja, það er ekki verið að tala um að sía út óæskilegt efni fyrir börn.
Það er verið að tala um að ritskoða til að verja höfundarrétt.
Tvennt ólíkt.
Bjorn (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:18
Ég vil enga ritskoðun.. það drepur netið
P.S Auðvitað vil ég láta hengja barnaníðinga og aðra álíka
DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:30
Ég er sammála því að netið á almennt ekki að ritskoða fyrir heilbrigt innihald eða skoðanaskipti. Hinsvegar má alltaf deila um hvað er heilbrigt.
Hver á að skilgreina hvað er siðsamlegt og hvað ekki. Höfundarréttur hugverka eins og tónlistar og kvikmynda er skilgreindur mjög vel og því miður ekki alltaf í hag hinna raunverulega höfunda eða skapara tónlistar eða kvikmynda heldur stórfyrirtækja sem hafa gert dreifingar- og útgáfusamninga við skaparana.
Mér finnst almennt ekki borin næg virðing fyrir höfundarrétti og eru kínverjar örugglega hvað harðsvíraðastir í að ganga á þeirra rétt, en einnig bara hinn almenni Jón svona á síðustu misserum eftir að niðurhal hefur orðið ódýrara og auðveldara. Auðvelt aðgengi að því hefur greinilega lækkað staðlanna í virðingu fyrir höfundarrétti, mér finnst það frekar augljóst.
Fyrir þá sem hafa málefnalegan áhuga á klámi bendi ég á mjög áhugaverða umfjöllun á þessum link.
Anna Karlsdóttir, 24.1.2008 kl. 14:54
Byrja púrítanarnir á uppáhalds vælinu sínu: "Please think of the childrenzzz, boohooo".
Ég biðst forláts en það er ekki í mínum verkahring að hugsa um krakkana þína og hver ert þú að segja mér hvað ég má skoða á netinu?
Hvernig væri það í staðinn fyrir að banna allt og læsa að allir sem eiga krakka fengju bara aðgang að lokuðu proxy neti frá netveitum sem myndu bara hleypa inn á hreint og fallegt fjölskyldugamans-internet? Þá yrðu allir ánægðir ekki satt? Barnfólkið og við hin, ógeðin sem skilum engu verðmætu í samfélagið, sátt og allt í góðu.
Höfundarréttarlög eru einstaklega flókinn hlutur hinsvegar. Rannsóknir sýna sitt á hvað hvort að þetta sé að gera markaðnum til góðs eða ills. Fræðimenn segja að það hafi actually verið aukning á geisladiskasölu seinustu ár frekar en rýrnun þrátt fyrir gífurlega aukningu í "netþjófnaði". Það er stórt aukaatriði í mínum augum. Tónlistargeirinn er í eðli sínu stórgallaður. Risasamsteypur með enga tilfinningu fyrir list né hæfileikum stjórna markaðnum og þessvegna ertu að sjá hæfileikalaus ógeð syngja kareoki í sjónvarpinu allan daginn. Þessir listamenn eru að tapa peningum á geisladiskasölu því að heilalausu peon-arnir sem fíla þau kaupa bara það sem er heitast akkúrat núna, en það skiptir engu máli því að þessir listamenn eru bara eins og hver önnur vara. Þeir eru notaðir og látnir glenna sig fyrir framan myndavélina og um leið og þeir "bila" þá er einhver ný vara keypt í staðinn.
Þetta fólk eru ekki tónlistarmenn.
Alvöru listamenn hafa sér ekkert nema hag í að leyfa fólki að "stela" efninu þeirra á netinu því að það er ein sú besta leið fyrir þá til að koma sér á framfæri. "En hvernig ná þeir þá að lifa ef á meðan ef enginn kaupir diskana þeirra?" heyri ég einhvern spyrja en þar liggur hundurinn einmitt grafinn. Óþekktir tónlistarmenn hjá stórum útgefendum lenda nærrum því alltaf í tapi þegar þeir gefa út diska.
Afhverju?
Jú því að útgefendurnir láta tónlistarmanninn eða hljómsveitina standa undir öllum kostnaði við upptökur á efni. Þeir fá X mikinn pening í hendurnar frá útgáfufyrirtækinu til að gera diskinn. Svo í flestum tilvikum ákveður útgáfufyrirtækið hvar þeir taka upp, hver er pródúsant og hver er er recording artist. Svo þegar hljóðfæraleigan (í flestum tilvikum eru leigð hljóðfæri til að fá rétta soundið), masteringin á disknum, lifnaðarkostnaður, fyrirframgreiðslan til hljómsveitarinnar, leigan á stúdíóinu, auglýsingar og lokavinnsla á grafík fyrir diskinn eru factoraðar inní kostnaðinn á öllum pakkanum þá endar þetta grey fólk oftast í tugþúsunda dollara skuld við útgáfufyrirtækið og eru því fastir inní samningum og rugli. I.e. Útgáfufyrirtækið eignast listamennina.
Svo þarsem þeir fá ekki nema einhver ~25 cent (og það er bara ef þeir fengu góðan samning) fyrir hvern seldann disk þá þarf platan þeirra að seljast í milljarða eintökum til að þeir sjái nokkurntímann einhvern pening. Fyrir tiltörulega óþekkt band þá er það bara ekki að fara að gerast. Það sorglega er að þetta er ekki einsdæmi, þetta virðist vera standard í dag.
Hvernig græða þá óþekktir tónlistarmenn eitthvað á tónlistinni sinni? Eina leiðin fyrir þá er að halda tónleika því þar rennur nærrum því allur gróðinn óskiptur til þeirra.
Hvernig græja þessir listamenn tónleika? Með því að koma nafninu sínu á framfæri.
Hvernig gera þeir það? Frekar: Hvernig gera samningsbundnir tónlistarmenn það? Með því að vonast til að fólkið sem hlustar nú þegar á þá láti vini sína fá eintök af tónlistinni eða vonast til að fólk fari að stela tónlistinni þeirra í gríð og erg.
Góð dæmi um tónlistarmenn sem sköpuðu sér frægð með taktík á borð við þetta eru t.d. Devendra Banhart og Joanna Newsom. Endilega finndu lög eftir þau á netinu, ég hef lúmskan grun um að þú hafir gaman af þeim.
Þannig að hverjum er ekki skítsama um fávitana sem eru að tapa pening, þeir voru greinilega ekki nógu merkilegur pappír til að þess að koma sér á framfæri með sínum eigin hæfileikum þannig að good riddance.
Svo er það seinasti punkturinn: Þú talar um ofbeldisefni dulið sem leikir. Eitthvað segir mér að þú sért að hinta í áttina að BDSM klámefninu sem virðist vera það heitasta í dag. Ollræt, það fer fyrir brjóstið á þér og satt að segja er ég sjálfur ekki mikill fan en eins og kanarnir segja: So what? Þú getur ekki ætlast til að 1/4 mannkynsins verði bannað að elta uppi það sem þeir, sem fullorðnir "consenting adults", fíli undir þeirri forskrift að "grey börnin gætu séð þetta". Aftur: So what?
Þá vil ég nú frekar að þetta efni sé á yfirborðinu og fylgi þegar settum lögum og reglum frekar en að þetta detti í undirheimana og verði jafnvel enn ógeðfelldara en það er mögulega núna. Hvað með alla unglingana sem eru í því að reyna finna sig en enda á því að upplifa sig sem einhver úrhrök og siðblindinga því þeir halda að þeir séu þau einu með þessar furðulegu hvatir?
Granted þá er ég að spila talsmann djöfulsins núna en það er eitthvað við kvaðir og bönn sem fá knee-jerk reaction mode-ið í gang hjá mér.
Eins og Bill Hicks sagði einhverntíman: "Wouldn't that be news-worthy, just the once? To base your decision on information rather than scare tactics and superstitions and lies?"
2c
Arab (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:18
Það sem Arab er að segja finnst mér nokkuð athyglisvert, ég hafði aldrei hugsað út í tónlistariðnaðinn með þessu mót. Ég hef þó ávallt gert mér grein fyrir því að þessi iðnaður er í raun "iðnaður" og lifibrauðið eru peningar, enda hefur komið á daginn að alls konar rusl hefur komið á yfirborðið, einfaldlega vegna mikillar markaðssetningar. Ef staðreyndir málsins eru eins og Arab segir þá er ekkert vit í að vorkenna þeim sem eru með peningavélina á bakvið allt saman.
Persónulega er ég, og hef alltaf verið frá því ég fór að nota netið í kring um 1997, á móti því að það sé með einhverju móti skilyrt, að beita forsjárhyggju með er að mínu mati ólöglegt. Ímyndið ykkur tjáningarfrelsið sem við búum við í dag, þetta var ekki með þessu móti fyrir 15 árum síðan. Að setja lög um að banna netnotkun ef einhver telst brotlegur er rugl! Frakkar eru sérstakir þegar kemur að löggjöfum enda kunna Frakkar líka að láta í sér heyra ef þeim mislíkar eitthvað, það aftur á mót kunna Íslendingar ekki. Þess vegna mætti þetta aldrei ná hingað.
Mig langar líka að kasta upp einni vangaveltu í leiðinni, eitthvað sem hefur ávallt nagað mig þegar byrjað er að tala um "ólöglegt niðurhal". Ef netið er frjáls miðill hvernig getum við samkvæmt lögum vitað að það sem við niðurhölum sé ólöglegt? T.d. ef ég niðurhala mp3 skrá með tónlist, hvernig veit hvort hún sé ólögleg eður ey?
Garðar Valur Hallfreðsson, 25.1.2008 kl. 09:22
Takk Arab og Garðar Valur fyrir ykkar innlegg. Ég skemmti mér konunglega yfir reiðilestrinum frá Arab. Já, við skulum bara vona að góðir músíkantar tapi nú ekki á þessu. Þó ég sé svo gömul að mig minni einmitt að þegar sykurmolarnir, blessuð sé minning þess bands, fór í útrás völdu þau að vera á vegum little Indian forlagsins einmitt vegna þess að þar voru ekki harðsvíraðasta hersveit lögfræðinga að vinna í því að svindla talentið útúr listamönnunum eins og í stóru útgáfufyrirtækjunum. Svo að "you've got a point there".
Ég er ein af þessum gömlu sem tók viðtöl ungur háskólanemi í byrjun tíunda áratugarins þegar Bill Clinton og Al Gore höfðu ný tilkynnt áform um information superhighway að verða net-nörd með browsurum á borð við mosaik (sem örugglega enginn man eftir lengur). Fór um Bandaríkin og tók viðtöl við fullt af fólki um trú þeirra á notkun netsins og engir nema grámyglulegir grúskarar höfðu trú á að það gæti orðið eitthvað stórkostlegt fyrr en að áratugum liðnum. Mér finnst ég því vera aldagömul þegar ég horfi aftur og sé hvað þróunin hefur orðið hröð. En sú hugsjón sem var uppi upprunalega um að netið yrði einskonar al-lýðræðisvettvangur án stigröðunar og skrumskælingar markaðsaflanna hefur ekki ræst.
Það er því tálsýn ein að niðurhal tónlistar af netinu sé einhverskonar birtingarmynd frelsishreyfingar. Ég kaupi það ekki.
Ég veit að eftir uppreisnina á torgi hins himneska friðar var ekki aftur snúið fyrir Kínversk stjórnvöld - uppreisnir, kúganir og annað annars staðar hafa komist með ofurhraða í heimspressuna fyrir tilstuðlan netsins. Frábært, en nú eru stjórnvöld meðal annars í Kína og fleiri ríkjum sem sía (hvernig sem þau gera það) gagnamiðlun. Ég er ekki endilega fylgjandi því.
Spurning Garðars Vals er góðra gjalda verð. Hvernig getur maður vitað að maður sé að gera eitthvað ólöglegt ef sumir leggja verk sín niður á netið endurgjaldlaust en aðrir ekki. Og þriðji eða fjórði eða fimmti eða sjötti eða líklegar sá fimmtugasti gerir efnið aðgengilegt á vefsíðu.
ég er ekki vel að mér í BDSM (þú gefur mér allt of mikið kredit Arab) en mæli með lestri viðtals Viðars Þorsteinssonar við heimspekinginn Zizek undir titlinum "Engin lausn undan fargi óranna". Hér
Lifið vel!
Anna Karlsdóttir, 25.1.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.