20.1.2008 | 12:36
Frænka vinkonu minnar orðin formaður grænlenska þingsins.
Ef að Ruth er eitthvað lík henni Önnu Heilmann vinkonu minni, þá er grænlenska heimastjórnarþingið búið að fá öðlingskonu sér til fulltingis.
Ég fagna því að kona hafi tekið að sér formennsku í þetta skiptið.
Heilmann fjölskyldan hefur verið öflug í Manitsoq, stundað þar sjómennsku og veiðar að kappi síðustu margar aldir. En með breyttum tíma hefur atgervisáherslan breyst og Anna vinkona mín gegndi starfi atvinnuþróunarfulltrúa í Manitsoq um hríð.
Hún hefur síðan unnið fyrir heimastjórnina í undirbúningi mennta-umbótaáætlunar í grunnskólakerfi grænlendinga (ekki vanþörf á, skylst mér).
Við höfum starfað saman við Anna í tveimur norðurslóða-verkefnum um aðstæður kvenna og aðgang að ákvarðanatöku í auðlindamálefnum. Við erum núna að starfa saman í verkefni um möguleika kvenna í smáum sjávarþorpum til atvinnusköpunar.
Nýr þingformaður á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.