18.1.2008 | 15:07
Stórmeistari með stórt skap sem skapar stórt skarð..
Blessuð sé minning skákmeistarans. Ég sá Bobby oft á förnum vegi eftir að hann flutti til landsins, enda nágranni foreldra minna. Hann virtist nokkuð hress, svo þessi tíðindi komu mér á óvart. Það sést svosem ekkert alltaf utan á fólki hvort það er heilt heilsu eða ekki. Ég geri ráð fyrir að íslensku bjargvættir Bobby finnist stórt skarð hafa skapast með fráfalli hans. Eftirmæli Bobby á Íslandi verða þar fór skapstór maður og stórmeistari. Hann varð væntanlega einn af frægari nýbúum landsins.
Skáklistin lifir áfram og mér sýnist hún öflug meðal ungs fólks í dag.
Bobby Fischer látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.