Hverjir leiða húsafriðunarnefnd?

Leiðari Ólafs Þ. Stephensen í blaðinu 24 stundir (lesist sólarhringur) er allrar athygli verður. Þar kemur fram að Húsafriðunarnefnd og borgarminjavörður hafi verið allt of lin í málinu um laugaveg 4-6.

Formaður húsafriðunarnefndar er Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og gamall leikari, varaformaður er líka arkitekt en hann heitir Pétur H. Ármannson. Síðan eru fulltrúi úr félagsmálaráðuneyti og lögfræðingur kirkjuráðs en þeir heita Einar Njálsson og Guðmundur Þór Guðmundsson. Auk þeirra fjöldi varamanna sem ég ætla  ekki að telja upp hér nema kannski Ingunni Guðmundsdóttur sem er skipuð af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, og því nærtæk í þessu samhengi.

Margrét Hallgrímsdóttir frá Þjóðminjasafni hefur auk þess seturétt. Ég geri ráð fyrir að það sé þetta fólk sem sé hrætt við að taka afstöðu og gefa út yfirlýsingar um menningararf og leiðbeinandi stefnu um vernd/niðurrif laugavegs.  Ólafur Þ. Stephensen nefnir einnig  borgarminjavörð. Það er Guðný Gerður Gunnarsdóttir.

Það skal ekki vera vafi á að hin endanlega ákvörðun liggur meðal stjórnmálafólksins í ráðhúsinu en ráðgefandi ákvörðunarvald hlýtur að hvíla á herðum a) skipulagsnefndar RVK b) Húsafriðunarnefnd og C) Borgarminjaverði.

Ég ætla bara svo sannarlega að vona að með alla þá hersveit innanborðs sem hefur verið ráðin eða skipuð til að taka afstöðu í málinu, séu einhverjir með bein í nefinu til að verja menningararf Reykjavíkur!!!


mbl.is Margrét og Svandís ósáttar við flutning húsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband