29.9.2006 | 14:26
Lífið í Háskólanum
If you have no point, use power point.
Ég var stödd í kennslu í morgun þegar einn nemandi benti mér á að þær glærur sem ég hafði sett á vefsvæði námskeiðsins væru ekki alveg í takt við bókina. Sú sem um ræðir er áhugasamur nemandi og enginn lasarus. Mér brá talsvert við þetta þar eð ég hef orðið vör við að nemendur og við kennarar erum að verða allt of fókuseruð á glærurnar og sjóvið frekar en innihaldið og kjarnann. Tæknin hjálpar og tæknin flekar. Þetta er kólumbusaregg kennslunar í dag.
Nemendur eru engir asnar og þegar við fórum að ræða um mikilvægi þess að lesa bækurnar að nota ímyndunaraflið og að nema af áhuga en ekki formgerðri skyldu, áttuðu þau sig strax. En engu að síður er þessi tilhneiging ansi sterk. Að ökonomisera með námið og einingarnar (af því að lánasjóðurinn andar köldu í bakið á nemendum), að komast sem auðveldast og heiladauðast í gegnum önnina.
Sem betur fer er fullt af nemendum sem ekki hafa misst heilbrigða skynsemi og sem eru orðin nokkuð góð að greina kjarnann frá hisminu. En það er jú einmitt það sem er kannski mikilvægasta veganestið úr námi. Eða er það ekki?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.