17.12.2007 | 10:46
Lúbarinn skólabróðir!
Högni er skólabróðir minn úr landfræðinni við Hróarskeldu-háskóla. Hann hefur alltaf farið mikinn og er umdeildur hvar sem hann fer. Hann skrifaði lokaritgerð í háskólanum með öðrum skólabróður mínum Michael Haldrup sem vakti talsverða athygli og ef ég man rétt fjallaði hún um nýlendustatus Færeyja og aðal mál þeirra daga, nær gjaldþrot eyjanna eftir miklar gangnaframkvæmdir. Strax þá sýndi Högni að hann hafði mjög skýra framtíðarsýn fyrir Færeyjar, að þær yrðu sjálfstæðar undan oki dana (sem danir sjálfir auðvitað vilja meina að sé ekki ok, heldur hjálp við hjálparlausa). Færeyingar eru að mínu viti mjög dagfarsprútt fólk ( sem stundum fær útrás við neyslu áfengis, líkt og íslendingar sumir og finnar) En þar eð margir myndu telja Högna herskáan fulltrúa eyjanna á þingi dana og almennt eru væntanlega líka margir færeyingar sem hafa horn í síðu hans. Þannig að árásargirni færeyskrar landflótta-fyllibyttu í Noregi kemur mér svo sem ekki á óvart.
Høgni Hoydal nefbrotinn í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veistu hvort það er rétt að Högni sé góður í fótbolta? Sem oftar var Högni staddur hér á landi á vegum vinstri grænna, líklega var þetta á landsfundinum í Hveragerði 2003; hann hélt því fram að hann væri miklu betri en Steingrímur í fótbolta og mér skildist að færeyskir þingmenn hefðu unnið þá íslensku í fótboltaleik.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.12.2007 kl. 11:06
Nei, en gæti ímyndað mér að hann væri leikinn með knött! Sniðugt - er þjóðveldisflokkurinn og VG -systurflokkar? Eða eru það ef til vill mikil tengsl Steingríms við erlenda kollega sem ráða því?
Anna Karlsdóttir, 17.12.2007 kl. 11:19
Já, mér skilst að Þjóðveldisflokkurinn sé systurflokkur VG, þori þó ekki að fullyrða þetta, því að Færeyingar eru náttúrlega ekki í Norðurlandaráði og þar er formlegt samstarf við nokkra flokka. Þetta með systur-eða bræðraflokka getur varla verið jafnákveðið og með krataflokka sem eru í raun alþjóðleg hreyfing eða trottasamtökin sem voru hluti af fjórða nallanum. VG er að því leyti líkt Framsókn að vera nokkuð séríslenskur flokkur þótt vinstri stefna, femínismi og umhverfisstefna séu alþjóðlegir hugmyndastraumar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.12.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.