Sinfóníutónleikar í kvöld

Jæja, þá er upprunnin dagurinn 29.nóvember, en í kvöld verða spennandi sinfóníutónleikar bæði fyrir tónlistarunnendur en líka fyrir foreldra unglinga og hálffullorðinna í Hamrahlíðarkórnum. Ég er ein þeirra sem er á nálum að allt gangi vel þegar kórinn á að syngja undir stjórn Thomas Adén í Háskólabíó. Held í putta eins og í gamla daga.

Þorgerður Ingólfsdóttir er afburða kórstjórnandi sem hefur haft ótrúlega seiglu og metnað í gegnum tíðina með þennan kór. Það er hrein unun að sjá hvað henni ferst vel að hafa aga á kórmeðlimum. Hún getur snúið einum fingri og þau fylgja eins og þráður fylgir nál. Mér finnst þetta vera meistarataktar. En aginn er auðvitað eitthvað sem hún hefur náð gegnum það að vera samkvæm sjálfri sér í stjórnun og utanumhaldi - og með því að vera ströng, gera kröfur.

Ég hlakka til í kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband